Author Topic: MSÍ - almennar keppnisreglur  (Read 3277 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
MSÍ - almennar keppnisreglur
« on: November 13, 2017, 15:21:30 »
1. Almennar keppnisreglur MSÍ

Eftirfarandi keppnisreglur MSÍ gilda í öllum Íslandsmótaröðum í Motokrossi, Enduro, Ískrossi, Supermoto og Rallí

1.1. Almennt
1.2. Keppandi í akstursíþróttamóti sem fram fer á vegum MSÍ eða aðildarfélagi innan vébanda MSÍ skal vera skráður félagsmaður í viðurkenndu akstursíþróttafélagi innan
vébanda MSÍ.
1.3. Til þess að keppandi teljist löglegur til keppni skal hann hafa greitt félagsgjöld til síns félags á árinu sem keppni fer fram.
1.4. Keppandi sem ekki hefur náð 18 ára aldri skal skila inn þátttökuyfirlýsingu undirritaðri af forráðamanni. Hægt er að nálgast þátttökuyfirlýsingu á vef MSÍ
http://msisport.is/þátttökuyfirlýsing
1.5. Keppnistjórn skal skipuð keppnisstjóra, tímatökustjóra, brautarstjóra, skoðunarstjóra og öryggisfulltrúa sem hafa gild réttindi MSÍ til þess að annast keppnisstjórn. Sjá nánar í reglum MSÍ um keppnisstjórn.

2. Skráning í keppni:
2.1. Skráning í Íslandsmót sem fer fram undir merkjum MSÍ skal fara fram á www.msisport.is og skal opna fyrir skráningu eigi síðar en 2 vikum áður en keppni fer fram.
2.2. Skráningarfrestur í Íslandsmót líkur alltaf á miðnætti þriðjudags áður en keppni fer fram. Stjórn MSÍ, starfsmönnum MSÍ og eða formönnum og starfsmönnum aðildarfélags sem heldur viðkomandi keppni er ekki heimilt að skrá keppanda til leiks eftir að skráningarfrestur er liðinn.
2.3. Skráning í bikarmót eða æfingamót sem fram fer undir merkjum aðildarfélags MSÍ skal fara fram á www.msisport.is eða eftir því sem aðildarfélag ákveður hverju sinni.
2.4. Skráningarfrestur í bikarmót eða æfingamót er ákveðið af viðkomandi aðildarfélagi hverju sinni.
2.5. Þátttökugjöld greiðast við skráningu. Rásleyfi er ekki veitt fyrr en gengið hefur verið frá þátttökugjöldum og einnig þarf keppandi að hafa greitt félagsgjöld til síns aðildarfélags fyrir yfirstandandi ár.
2.6. Keppandi ber ábyrgð á skráningu, þar með talið skráningu í flokk og skráningu hjóls. Átti keppandi sig á mistökum við skráningu skal tilkynna það á netfangið
skraning@msisport.is eða í síðasta lagi að morgni keppnisdags. Á keppnisstað er það keppnisstjóri sem tekur við tilkynningum um breytingar.
2.7. Keppandi sem keppir í Íslandsmótaröð MSÍ skal hafa frían aðgang að keppnissvæði ásamt fríum aðgang fyrir einn aðstoðarmann og skulu þeir mæta saman á
keppnissvæðið.
2.8. Til þess að mótaröð teljist lögleg Íslandsmeistarakeppni í Motocross, Enduro CC, Íscross og SuperMoto þarf að halda að lágmarki 3 keppnir. Ennfremur; til þess að keppnisflokkur í Íslandsmeistarakeppni í ofantöldum keppnisgreinum teljist löglegur þarf að lágmarki 5 keppendur í flokk í hverri keppni.
2.9. Til þess að mótaröð teljist lögleg Íslandsmeistarakeppni í Sandspyrnu, Kvartmílu, Götuspyrnu og öðrum spyrnukeppnum þarf að halda að lágmarki 3 keppnir. Ennfremur;
til þess að keppnisflokkur í Íslandsmeistarakeppni í ofantöldum keppnisgreinum teljist löglegur þarf að lágmarki 3 keppendur í flokk í hverri keppni.
2.10. Mótaröð og eða flokkar sem ekki uppfylla ekki skilyrði 2.8. og 2.9. geta ekki talist Íslandsmeistarakeppnir og skal þá tilgreina mótaröð og eða flokk sem
bikarmeistarakeppni eða bikarmeistaraflokk.

3. Dagskrá
3.1. MSÍ mun gefa út dagskrá fyrir viðkomandi keppnisgrein í Íslandsmótaröð sem gildir í öllum mótum tímabilsins.
3.2. Mótshaldari í Íslandmótaröð skal prenta dagskrá og bæta við upplýsingum um forsvarsmenn keppninnar.
3.3. Í bikar eða æfingamóti skal keppnishaldari gefa út dagskrá hverju sinni þar sem tímasetningar og nöfn forsvarsmanna mótsins koma fram.
3.4. Keppnishaldari bikar eða æfingamóts getur gefið út sérreglur um viðkomandi mót og skulu þær liggja fyrir þegar skráning í viðkomandi mót hefst. En þó skal aldrei vikið frá
öryggisreglum um búnað keppnistækja og keppanda.

4. Keppnisstjórn og starfsmenn
4.1. MSÍ skal gefa út lista yfir starfsmenn með réttindi, þar skal koma fram nafn, kennitala, sími og netfang viðkomandi og gild réttindi.
4.2. Keppnisstjóri: Keppnisstjóri hefur alla yfirstjórn á keppnissvæðinu. Skal hann hafa til reiðu á keppnisstað, keppnisleyfi, leyfi landeiganda og sýslumanns ásamt staðfestingu á tryggingu keppninnar.
4.3. Brautarstjóri: Brautarstjóri hefur umsjón með keppnisbraut og öllu sem viðkemur henni, t.d. merkingu brautar, merkingu áhorfendasvæðis osfrv. Hann gefur einnig endanlegt rásleyfi og sér um ræsingu.
4.4. Flaggari: Flaggari er staðsettur við stökkpalla og aðra varasama staði. Hann skal flagga gulu eða bláu flaggi til upplýsinga fyrir keppendur, (sjá reglur MSÍ - Flaggreglur). Hann er einnig brautardómari. Lágmarksaldur flaggara í öllum keppnum MSÍ er 15 ára á dagatalsárinu.
4.5. Rás og endamarksdómari: Rás og endamarksdómari úrskurðar hvort ræsing sé rétt og gefur öðrum starfsmönnum merki eftir því sem við á. Hann skal einnig dæma hvor
keppandinn er á undan, komi tveir samsíða í endamark.
4.6. Tímatökustjóri: Hann sér um tímatöku og kemur upplýsingum til keppnistjórnar um fjölda ekinna hringja. Brautarstarfsmaður sýnir keppendum í Moto-Cross spjald með
tölustafnum 2, sem þýðir “tveir hringir eftir” og 1 sem þýðir “einn hringur eftir”. Í Enduro CC skal sýna spjald þegar 1 hringur er eftir.
4.7. Allir starfsmenn sem koma að keppnishaldi MSÍ skulu hafa lokið námskeiði í keppnisstjórn og hafa hlotið A B eða T réttindi.
4.8. Keppnisstjóri skal hafa A réttindi.
4.9. Brautarstjóri skal hafa A eða B réttindi.
4.10. Tímatökustjóri skal hafa T réttindi.
4.11. Rás og endamarksdómarar skulu hafa A, B eða T réttindi.
5. Búnaður keppenda
5.1. Ökumenn skulu nota eftirfarandi útbúnað við keppni og æfingar
5.2. Hlífðarhjálm sem uppfyllir viðurkennda staðla.
5.3. Nota skal þar til gerða brynju eða hlífar til að verja brjóstkassa og bak.
5.4. Æskilegt er að keppendur noti olnbogahlífar.
5.5. Fatnaður ökumanna skal vera þar til gerður viðurkenndur fatnaður fyrir viðkomandi keppnisgrein.
5.6. Stuttermapeysur og uppbrettar ermar eru bannaðar.
5.7. Hnéhlífar úr harðplasti er verja sköflung og hné.
5.8. Hnéspelkur af viðurkenndri gerð er skylda í MX Unglingaflokki og MX OPEN / MX2
5.9. Hlífðarstígvél úr leðri eða öðru sambærilegu efni er veitir vörn um ökklalið og sköflung.
5.10. Hlífðarhanska.
5.11. Hlífðargleraugu.
5.12. Hálskragi af viðurkenndri gerð er skylda í 85cc flokki, Kvennaflokkum og Unglingaflokkum. MSÍ mælir með að allir keppendur noti hálskraga.
5.13. Keppendur í opnum flokki í Íscross skulu klæðast til þess gerðum leðurgöllum eða samhnepptum leðurbuxum og leðurjakka. Keppnisstjóri getur vikið frá þessari reglu ef
keppenda fjöldi er minna en 10.
5.14. Keppendur í Supermoto skulu klæðast til þess gerðum leðurgöllum eða samhnepptum leðurbuxum og leðurjakka og leðurhönskum.
5.15. Notkun fjarskiptabúnaðar á milli ökumanns og aðstoðarmanna er bannaður, aðstoðarmenn mega nota fjarskiptabúnað sín á milli.
5.16. Notkun á þráðlausum tímatökubúnaði er heimil.

6. Búnaður keppnishjóla
6.1. Hávaði frá útblástursröri skal ekki vera meiri en 98 db, mælt einn metra fyrir aftan hjól á 4.000 rpm 90° frá pústenda.
6.2. Hjólið skal búið hemlum er gefa fulla hemlum á bæði hjól. Fótstig eða handfang fyrir hemla að aftan og handfang á stýri fyrir hemla að framan
6.3. Hjólið skal búið virkum ádrepara.
6.4. Skylt er að nota neyðarádrepara með snúru tengdri ökumanni í Ískrossi.
6.5. Hjólið skal útbúið aurbrettum yfir bæði fram og afturhjól. Brettin skulu þekja minnst 100% af breidd hjólanna. Brotin eða gölluð bretti má ekki nota.
6.6. Fótstig skulu vera minnst 35mm breið og skulu endarnir er út snúa bogadregnir og mynda minnst 17mm radíus. Fótstigin skulu gefa eftir í a.m.k. 45 gráður miðað við
akstursstefnu.
6.7. Hjólbarðar skulu vera af viðurkenndri fjöldaframleiddri gerð. Dekkjakubbar mega ekki vera lengri en 30 mm með eða án nagla.
6.8. Hjólbarðar fyrir Ískross, sjá reglur um Ískross.
6.9. Stýrisbreidd skal vera minnst 650mm og mest 950mm.
6.10. Kúplings og bremsuhandföng skulu vera með kúluenda.
6.11. Púströr má ekki ná lengra aftur en að línu sem dregin er lóðrétt í gegnum aftasta punkt afturdekks.
6.12. Brotnar og sprungnar gjarðir má ekki nota og legur skulu vera slaglausar.
6.13. Bensíngjöf skal slá sjálfkrafa af.
6.14. Engir oddhvassir aukahlutir mega skaga út frá hjólinu.
6.15. Hjól í MX Open mega ekki vera þyngri en 130 kg.
6.16. Keppnishjól skulu vera skráð og tryggð, keppandi eða forráðamaður keppanda ber fulla ábyrgð á því að viðkomandi keppnishjól uppfylli þessi skilyrði.
6.17. Keppandi og eða forráðamaður skal kynna sér reglur um aldurstakmörk við stjórnun keppnishjóla sem er að finna í reglugerð 507/2007 Sjá hér: http://msisport.is/content/files/public/reglur/B_nr_507_2007.pdf

7. Tímatökubúnaður / tímatökusendar:
7.1. AMB tímatökubúnað skal nota í öllum umferðum Íslandsmótsins í Motocrossi, Íscrossi og Supermoto. Tímatökusendir skal vera af gerðinni TranX 260.
7.2. Keppandi er ábyrgur fyrir því að tímatökusendir sé fullhlaðinn á keppnisdag, snúi rétt og sé tryggilega festur á hægri eða vinstri framdempara ekki ofar en 120cm frá jörð.
7.3. Sendar eru prófaðir með þar til gerðu tæki frá framleiðanda í skoðun keppnistækja sem fram fer í byrjun keppnisdags. Ef sendir stenst ekki prófun hefur keppandi tækifæri á að útvega sér annann tímatökusendi en tilkynna verður tímaverði um breytinguna
7.4. Keppandi ber einn ábyrgð á að tímatökusendir komi fram í tímatökubúnaði, ef sendir kemur ekki fram skal tímatökustjóri reyna eftir fremsta megni að koma skilaboðum til
keppanda um slíkt til þess að keppandi geti gert viðhlítandi ráðstafanir.
7.5. Tímatökur í bikarmótum og æfingamótum eru ákveðnar af viðkomandi aðildarfélagi sem að mótinu stendur.
7.6. Tímatökubúnaður í spyrnukeppnum er ákveðinn af viðkomandi aðildarfélagi sem að mótinu stendur.
7.7. Tímatökubúnaður í Enduro-CC er bólukerfi frá Race Timer Scoring á vegum MSÍ.
7.8. Tímatökubúnaður í Snow-CC er ákveðinn af viðkomandi aðildarfélagi sem að mótinu stendur.

8. Keppnisnúmer
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 6 - Reglusafn MSÍ
8.1. Keppandi fær úthlutað númeri af MSÍ og/eða fyrir keppnisárið. Keppanda er heimilt að sækja um annað númer eða breyta keppnisnúmeri á vissum tímum árs samkvæmt
reglum MSÍ. Breytingar á keppnisnúmerum er auglýstar á www.msisport.is.
8.2. Hjól skal hafa keppnisnúmer á þremur stöðum. Eitt að framan og tvö á sitt hvorri hliðinni. Keppandi sem ber keppnisnúmer a.m.k. 14 cm stafi á baki er undanþeginn
númerum á hlið hjóls.
8.3. Keppandi ber sjálfur ábyrgð á að setja númer á keppnishjól.
8.4. Lágmarksstærð númera að framan er 14 cm á hæð og hliðarnúmera 10 cm á hæð
8.5. Bakgrunnar eru notaðir til þess að aðgreina flokkana.
8.6. MX Open og ECC-1 hvítur bakgrunnur / svartir stafir
8.7. MX2 og ECC-2 svartur bakgrunnur / hvítir stafir
8.8. MX unglingaflokkur svartur bakgrunnur / hvítir stafir
8.9. MX Opinn kvennaflokkur svartur bakgrunnur / hvítir stafir
8.10. MX 85cc flokkur hvítur bakgrunnur / svartir stafir
8.11. MX 85cc kvennaflokkur hvítur bakgrunnur / svartir stafir
8.12. ECC Tvímenningur rauður bakgrunnur / hvítir stafir
8.13. Íslandsmeistari í viðkomandi flokk má keyra með númerið 1 og skal þá grunnur á framplötu vera rauður og stafur hvítur.
8.14. Bakgrunnar og litur á númerum er frjáls í ECC-B, B flokk í motocross, Íscross, Supermoto og öðrum flokkum nema að það sé sérstaklega tekið fram í sérreglum viðkomandi keppnisgreinar.
8.15. Keppandi sem ekki gætir þess að númer sjáist greinilega getur átt á hættu að falla úr keppni eða verða ekki talinn með.

9. Lyfjaeftirlit
9.1. Reglur ÍSÍ og FIM varðandi lyfjanotkun gilda í öllum keppnum og æfingum á vegum MSÍ og geta keppendur nálgast nánari upplýsingar á vef www.isisport.is og www.fim.ch
9.2. Keppendur sem ekki sinna tilmælum keppnisstjórnar, lyfjaeftirlits ÍSÍ eða annara aðila sem málið varðar verða kærðir til aganefndar MSÍ og geta átt von á allt að 2 ára
keppnisbanni.

10. Hegðun keppenda og agaviðurlög á keppnisstað
10.1. Öllum keppendum ber að sýna keppnisstjórn, starfsmönnum og öðrum keppendum fyllstu kurteisi og iþróttamannslega hegðun í einu og öllu. Keppnisstjóri metur hegðun
keppanda í þessu tilliti.
10.2. Ef keppandi hlýtur höfuðhögg, hefur greinilega vankast eða rotast eða ef hann hlýtur þungt högg á líkama og t.a.m. ef talin er hætta á innvortis blæðingum er honum óheimil frekari þátttaka í keppnum dagsins ef læknir eða sjúkraflutningamenn telja óæskilegt að viðkomandi haldi áfram keppni.
10.3. Telji keppnisstjóri að keppandi hafi brotið gegn keppnisreglum eða almennum reglum um góða hegðun á keppnisstað sbr. ofangreint skal hann ákvarða keppanda refsingu.
10.4. Refsingar skulu veittar annars vegar með gulu spjaldi og hins vegar með rauðu spjaldi. Hafi keppandi fengið tvö gul spjöld í keppni skal þriðja refsing vera rautt spjald og
brottvísun úr keppni.
10.5. Hafi keppandi hlotið rautt spjald skal stjórn MSÍ meta og taka ákvörðun um hvort hann verði úrskurðaður i keppnisbann í einni eða fleiri keppnum viðkomandi Íslandsmóts.
10.6. Allar reglur um hegðun keppanda og keppnisreglur almennt gilda á öllu keppnissvæði félags sem stendur að keppni. Þannig taka framangreindar reglur til allra keppenda hvort sem þeir eru staddir í braut eða annars staðar á keppnissvæði viðkomandi félags.
10.7. Keppandi ber ábyrgð og sætir refsingu vegna hvers kyns brota aðstoðarmanna/aðstandanda sinna á keppnisstað.
10.8. Viðmið um refsingar:
Hegðun: Spjald/refsing: Keppandi sýnir
óíþróttamannslega hegðun:
Gult eða rautt eftir atvikum
Brot á keppnisreglum: Gult eða rautt eftir atvikum
Merkingum eða öryggisbúnaði áfátt: Gult
Keppandi verður uppvís að blekkingum eða
tilraun til blekkinga varðandi skráningu,
tryggingar eða gerð ökutækis:
Rautt

11. Kærur keppenda.
11.1. Keppandi getur lagt fram skriflega kæru ásamt greiðslu kærugjalds til keppnisstjóra telji hann á sér brotið. Kæru skal skilað skriflega til keppnisstjóra eigi síðar en 30 mínútum eftir að úrslit hafa verið birt á keppnisstað.
11.2. Hafi keppandi verið dæmdur í refsingu í keppni hefur hann 3ja sólarhringa frest, eftir að keppni lýkur, til að kæra úrskurðinn til dómsstóls MSÍ. Skila þarf kæru skriflega til
formanns MSÍ ásamt 20.000 kr. kærugjaldi. Kærugjald er endurgreitt ef niðurstaða dómsstóls MSÍ er kæranda í hag.

12. Verðlaunaafhending
12.1. Keppandi sem unnið hefur til verðlauna skal mæta í verðlaunaafhendingu og taka við sínum verðlaunum.
12.2. Keppendur geta fengið leyfi til að yfirgefa keppnissvæði áður en verðlaunaafhending fer fram hjá keppnisstjóra ef rík ástæða er til.
12.3. Keppnisstjóra hefur vald til að svipta keppanda verðlaunum og stigum úr viðkomandi keppni ef hann er fjarverandi án leyfis keppnisstjóra í verðlaunaafhendingu. Þá færist
næsti keppandi upp í verðlaunasæti.
12.4. Verðlaunaafhending fer fram á keppnisstað samkvæmt auglýstri dagskrá.
Þar sem þessar reglur ná ekki til skal leita í alþjóðlegum reglum FIM. Sjá: http://www.fimlive.com