Author Topic: Opni Flokkurinn kom á Krókinn  (Read 4252 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« on: August 17, 2015, 22:04:00 »
Við fórum nokkrir vinirnir úr Kvartmíluklúbbnum og gerðum okkur glaðan dag á Sauðárkróki nýliðinn laugardaginn.

Við feðgar ræstum eldsnemma og keyrðum Norður um morguninn og heim aftur að kvöldi, lentum í beljandi rigningu báðar leiðir með bílinn á opnum vagninum. Aðrir voru betur búnir og gistu jafnvel tvær nætur, tónleika og bæjarhátíð virtist vera á Króknum og nóg um að vera fyrir menningarvita.

 Í blíðskaparveðri og góðu færi kepptum við svo í Kaffi Króks Sandspyrnunni sem Bílaklúbbur Skagafjarðar www.bks.is hélt í samstarfi við Bílaklúbb Akureyrar www.ba.is.
Verulega flott keppni og stóðu þeir félagar sig afburða vel í framkvæmdinni. Brautarstæðið er með afbrigðum gott af náttúrunnar hendi, skjólgott fyrir vindi og eggslétt í þokkabót, með nægan bremsukafla og gott afdrep til hliðar við brautina til að sækja keppnistæki.

Þarna voru 27 tæki skráð til keppni, götuhjól, dragghjól, krosshjól, sleðar, götubílar á DOT, jeppar og gamli góði Opni Flokkurinn sem ræsti á jöfnu sem við höfum heyrt sé svo vinsælt.

 Ég náði skælbrosandi sex ferðum, tveimur á 32jet og restinni á 36jet í foggernum, keyrði best 3.67 og komst með bílinn heilan upp á vagn að lokinni keppni. Það er helvíti vel af sér vikið held ég með gamla blokk og sveifarás úr leigubíl.

Grétar sýndi það og sannaði enn eina ferðina að hann er maðurinn með völdin, fór með sigur í Opna Flokknum og tók svo Allt Flokk Bíla og rúllaði honum upp líka.



 Ég læt fylgja nokkur vídjó sem lærlingurinn tók...

https://www.youtube.com/watch?v=2mPhXONo3J0]https://www.youtube.com/watch?v=2mPhXONo3J0

https://www.youtube.com/watch?v=aZZXSNkeo-M]https://www.youtube.com/watch?v=aZZXSNkeo-M

https://www.youtube.com/watch?v=Z2ADAe9EJJo]https://www.youtube.com/watch?v=Z2ADAe9EJJo

https://www.youtube.com/watch?v=Ht-hO1SHuhc]https://www.youtube.com/watch?v=Ht-hO1SHuhc

https://www.youtube.com/watch?v=qUIw675zy8Y]https://www.youtube.com/watch?v=qUIw675zy8Y
« Last Edit: August 17, 2015, 22:09:11 by maggifinn »

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #1 on: August 17, 2015, 22:20:40 »
Ég hefði nú lagað þennan póst betur til hefði ég bara haft færi á, Preview takkinn virðist ekki gera neitt nema hanga frosinn á "fetching preview",kóperaði meirasegja innleggið, lokaði spjallinu og opnaði það aftur og reyndi, breytti engu og ekki virðist heldur hægt að módifæja innleggið nema tvisvar.

 Bölvað drasl er þetta orðið.

Offline Daníel Hinriksson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #2 on: August 17, 2015, 22:48:03 »
Flottar ferðir!  =D> =D> =D>
Kveðja Daníel Hinriksson.

Chevrolet Camaro´78 sbc383

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #3 on: August 18, 2015, 00:08:44 »
 =D> =D> =D> =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #4 on: August 18, 2015, 11:17:22 »
þetta er flott innlegg og lærlingurinn er flottur líka.

mbk harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #5 on: August 18, 2015, 18:51:44 »
Glæsilegt 😎
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #6 on: August 18, 2015, 19:00:40 »
Þrælmagnað alveg hreint ! Og ég er ekki frá því að öll tæki verði umtalsvert vígalegri á ausudekkjum  8-)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #7 on: August 18, 2015, 21:15:18 »
Flottir félagsmenn!

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Opni Flokkurinn kom á Krókinn
« Reply #8 on: August 18, 2015, 21:29:22 »
Frábært innlegg hjá þér Maggi, gaman af þessu. En þú ert sko engin kjúkklingur! Þetta var alveg mögnuð keppni með frábæru fólki.
kv. Gretar Franksson
Gretar Franksson.