Author Topic: King of the Street  (Read 11887 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
King of the Street
« on: July 01, 2015, 11:17:32 »
Í hverju felast breytingarnar fyrir keppnina í ár!

Keyrð er 1/8 míla (pro tree startað á jöfnu)
Allt eldsneyti er leyft
Æfingarferðir og tímatökur verða saman - allar ferðir teljast tímatökuferðir
ótakmarkaður fjöldi ferða, þó er skylda að fara að lágmarki tvær ferðir.
  
Flokkum er breytt
bílum skipt upp eftir dekkjategund (ekki vélartegund)
skráð og óskráð tæki saman í outlaw (spennandi að sjá þessi tæki saman)
hjólum skipt upp breytt/óbreytt
 
Radial: Einungis leyfð radial dekk (ekki soft compound).
DOT: Öll D.O.T. merkt dekk leyfð
Outlaw: Öll dekk leyfð, skráð og óskráð tæki leyfð.
 
Fyrir hjólin eru eftirtaldir flokkar:
Standard: Óbreytt hjól (farið er eftir skilgreiningu á götuhjólaflokki)
Modified: Allar breytingar leyfðar, skráð og óskráð hjól leyfð.

Innifalið í keppnisgjöldum er keppnisskírteini AKÍS, aðgangur fyrir einn aðstoðamann (aðstoðarmaður skal koma með keppanda á svæðið) og grillveisla í lok keppni fyrir keppanda.

Dagskrá hefst seinna en oft áður og hefjast tímatökur/æfingaferðir kl 14:00
« Last Edit: July 02, 2015, 00:32:56 by SPRSNK »

Offline Kjarri

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 47
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #1 on: July 01, 2015, 11:33:27 »
Þetta er flott fyrirkomulag :D
Kjartan Viðarsson
663-7147

True Performance.

Offline SupraTT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 151
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #2 on: July 01, 2015, 12:14:29 »
Finnst flokkarnir fínir enég persónulega myndi vilja að það væri keyrt 1/4 mílu.  Held lika að flestir áhorfendur séu meira til i að horfa a fólk fara alla brautina
Suzuki Hayabusa // 9.78@139mph // 1.42 60ft
Suzuki GSX-R 1000 K7 10.00@147.5mph //Annað sæti KOTS 2012
9.42@147mph Án nitro // 1.52 60ft Mesti endahraði 149mph
9.28@151.5mph með Nitro // 1.58 60ft Mesti endahraði 153.6mph

CBR 954 10.6@135mph // Selt

Offline PGT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #3 on: July 01, 2015, 12:53:37 »
Ég er ekki hrifinn.
Keppnin heitir King of the Street. Það sem var aðlaðandi við þá keppni var að um götulöglega bíla á götudekkjum á venjulegu bensíni var að ræða. Eitthvað sem menn gátu tengt við.

Allar aðrar keppnir eru fyrir óskráð tæki á slikkum og racegasi.

Hvað 1/8 vs. 1/4 varðar þá er það kannski bara "smekksatriði" en ég held að 1/4 trekki alltaf meira að.

En eins og ég segi... King of the street með óskráðum ökutækjum á slikkum og racegasi?
Á svo að keyra útslátt í endann og krýna king of the street? Sem verður þá væntanlega dragster?

Þessi keppni ber ekki nafn með rentu lengur.

P.s. Kannski ágætt að koma því að að þessi neikvæði póstur snýr ekki að starfsfólki eða klúbbnum sjálfum. Svæðið og starfsfólkið er FRÁBÆRT í alla staði.
BMW 335i
12,66 @ 120,1 mph
2,26 í 60 ft. :lol:

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #4 on: July 01, 2015, 17:35:02 »
þið eru eitthvað að miskilja þetta ! það eru fleyri flokkar þarna svo þú þufir ekki að keppa við dragga á fólksbíl. svo held ég að 1/8 eða 1/4 skifti ekki svo :-k bara á hvað þú villt horfa :mrgreen:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #5 on: July 02, 2015, 15:42:34 »
Það hafa áður verið keyrðir flokkar í King of the street fyrir óskráð tæki, sem hafa þá ekki keppt beinlínis til titilsins King of the street.
Outlaw flokkurinn heitir það af þeirri ástæðu að þar geta mæst óskráð sem skráð tæki sem eru mjög öflug og passa ekki í hina flokkana.

1/8 jafnar út hina flokkana þar sem dekkin eru takmarkandi þátturinn. Menn geta mætt á götudekkjum á 1500ha bíl án þess að eiga endilega möguleika á að stinga alla af eftir 200m
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Daníel Hinriksson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #6 on: July 02, 2015, 16:09:48 »
Eru þá sigurvegarar í Radial, DOT og Outlaw keyrðir saman í restina og sá sem vinnur er hann þá King of the Street?

Eða verða þeir KOTS meistarar í sínum flokk?

Kveðja Daníel Hinriksson.

Chevrolet Camaro´78 sbc383

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #7 on: July 02, 2015, 16:46:08 »
Hver flokkur skilar KOTS meistara
- dekkjategund aðgreinir bílaflokkana
- breytingar aðgreina hjólaflokkana



Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #8 on: July 03, 2015, 08:42:42 »
Ég hefði búið til nýjan viðburð með þessu fyrirkomulagi en ekki breytt þessari skemmtilegu götubíla keppni í hálfgert grudge race, það vantar fleirri viðburði aðra en KOTS og íslandmeistaramót í flóruna, það er ekki svo mikið um að vera hjá okkur !

Svona 1/8 allir á móti öllum keppni hefði verið fín viðbót, engin ástæða til að breyta KOTS í 1/8 keppni loksins þegar brautin er komin í fulla breidd og með lengri bremsukafla.

Sammála PGT með að það sé slæmt taka út dælubensínið, það jafnaði leikinn töluvert milli n/a og bíla með power adder, eins að hafa engar takmarkanir á dekkjastærð finnst mér ekki sniðugt. 1000-1500hp er ekki stórmál á többuðum bíl á 33X18.50-15LT ET Street DOT dekki svo að dekkin eru ekki lengur takmarkandi þáttur.

Ef þetta er eins og búið er að kynna að það verði ekki útsláttur milli allra flokka (fyrir utan Outlaw) eins og verið hefur þá finnst mér það alveg glatað, flott að veita mönnum bikar fyrir fyrsta sætið í sínum flokk en svo þarf að vera "allt flokkur" í restina eins og verið hefur til að krýna kónginn..,,það er jú bara einn kóngur.



.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #9 on: July 04, 2015, 09:52:57 »
KOTS hefur verið að dala ár frá ári undanfarin ár.
Það eru til 2-3 bílar sem geta ekið ¼ á 8 sek 150mph + hraða og eru á númerum.
Það eru trúlega til 2-4 bílar sem geta ekið á 9 sek á 140mph +  hraða.
Það eru trúlega til 5-10 bílar sem geta ekið á 10 sek á 130mph + hraða.
Trúlega sviðað magn af bílum sem komast í 11 sek og mun fleiri sem komast í 12 sek.
Bíll sem ekur á 150 mph hraða fer 66 metra á sek ef hann keppir við 10 sek bíl sem er verulega líklegt þá gæti bilið á milli bílana verið 50-100 metrar. Bíllin sem er að aka á 10 sek er mun líklegri að vera raunverulegur götubíll þ.a.s. að hann sé hugsaður sem götubíll og geti tekið þátt í kvartmílu. Bílarnir sem geta ekið á 8-9 sek eru mun frekar smíðaðir sem kvartmílubílar sem geta ekið á götunni.

KOTS var í upphafi stofnuð fyrir raunverulega götubíla sem eru notaðir til götuaksturs geta ekið á kvartmílu.
Þróun KOTS hefur verið á hinn veginn þ.a.s. menn hafa smíðað kvartmílubíla sem passa í KOTS. Það er reyndar það sem mátti búast við og ekkert óeðlilegt við það en það hefur drepið keppnina smátt og smátt. Það má áætla að menn sem eiga verulega spræka götubíla sem geta ekið kvartmílu á 10-11 sem eins og KOTS var sett upp fyrir í upphafi hafi ekki brennandi áhuga á að keppa við bíla sem skjótast af stað á 1,3xx 60 fetum (sem einungis sér smíðaðir kvartmílubílar ná) og koma síðan í mark 100metrum á eftir þeim sem keppt er við.
KV Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: King of the Street
« Reply #10 on: July 06, 2015, 19:03:38 »
er ég að skilja þetta rétt, eru það einungis dekk sem skilja menn að í flokkum, engar reglur um púst og svona titlingaskít hvort rúðuþurrkur og ljós virki ?
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #11 on: July 06, 2015, 20:01:35 »
er ég að skilja þetta rétt, eru það einungis dekk sem skilja menn að í flokkum, engar reglur um púst og svona titlingaskít hvort rúðuþurrkur og ljós virki ?

Einungis dekk aðskilja flokkana en tæki þurfa að standast skoðun og vera skráð (reyndar ekki í outlaw) 
Allar almennar öryggisreglur gilda

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: King of the Street
« Reply #12 on: July 06, 2015, 23:54:21 »
Er hægt að kaupa auka grillmiða fyrir auka aðstoðarmann ?
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #13 on: July 07, 2015, 00:32:48 »
Hver ákveður eiginlega þessa þvælu ?
Breyta götubíla reisi í grudge race, það er frábært skref í kolvitlausa átt...  =D>
Eitt er samt víst og það er að þetta fór ekki í gegnum reglunefnd klúbbsins !!  :roll:

Kv.
Kristján Stefánsson.


Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #14 on: July 07, 2015, 02:09:44 »
Er hægt að kaupa auka grillmiða fyrir auka aðstoðarmann ?

Já, gegn vægu verði - sem verður tilkynnt fljótlega :-)

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #15 on: July 07, 2015, 09:27:51 »
Það er alltaf voðalega skrítið með hluti hjá okkar ágæta klúbb að ef eitthvað nýtt kemur til tals eða framkvæmda þá fer alltaf einhver á taugum og allt verður ómugulegt.Það þarf ekkert að vera lemja hausnum í stein með það að KOTS var farinn að dala og lakari þáttaka ár frá ári og eitthvað þurfti að gera og þetta greinilega niðurstaðan.Persónulega tel ég að þetta gæti verið skemtileg keppni ef menn mæta til leiks og gefa þessu séns.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline PGT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #16 on: July 07, 2015, 10:19:14 »
Það er alltaf voðalega skrítið með hluti hjá okkar ágæta klúbb að ef eitthvað nýtt kemur til tals eða framkvæmda þá fer alltaf einhver á taugum og allt verður ómugulegt.Það þarf ekkert að vera lemja hausnum í stein með það að KOTS var farinn að dala og lakari þáttaka ár frá ári og eitthvað þurfti að gera og þetta greinilega niðurstaðan.Persónulega tel ég að þetta gæti verið skemtileg keppni ef menn mæta til leiks og gefa þessu séns.Kv Árni

Það voru 36 tæki skráð sumarið 2013 og 35 tæki skráð sumarið 2014. Áhuginn og þáttakan hefur ekki minnkað meira en það.

Vissulega endaði þetta á því að 18 tæki voru skráð þegar keppnin fór loksins fram í lok september en ég er þess fullviss að þar hafi ítrekuð frestun á keppninni þar sem menn mættu hva, tvisvar, en voru svo sendir heim áður en keppni hófst sigtað út keppendur.

Þetta heldur því ekki vatni.

En skaðinn er skeður. Ég er til í að veðja upp á það að skráð tæki verða ekki fleiri en 35 með þessu fyrirkomulagi. Og hvað þá jafn áhugaverðir (matsatriði) götubílar og voru skráðir fyrir frestanir í fyrra. (http://kvartmila.is/is/frett/2014/08/11/king_of_the_street_2014)
En vonandi hef ég rangt fyrir mér.
« Last Edit: July 07, 2015, 10:22:33 by PGT »
BMW 335i
12,66 @ 120,1 mph
2,26 í 60 ft. :lol:

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #17 on: July 07, 2015, 10:43:24 »
Sælir félagar

Að mínu mati þá er nánast enginn áhugi fyrir kvartmílu hér á landi lengur, í hvaða formi sem hugsast getur.

Það er alveg sama hvað er boðið uppá það stendur aldrei undir væntingum þeirra sem mögulega líta í áttina að Álfhellu
(það er búið að malbika alla leiðina að brautinni fyrir þá sem hafa ekki komið lengi).

Nú er svo komið að aðstaða til iðkunar og fyrir áhorfendur hefur aldrei verið betri en það dugar ekki til.

Eitt sem ávallt gleymist - til að hægt sé að setja upp keppnir og æfingar þarf starfsfólk.
Þegar óskað er eftir aðstoð frá klúbbmeðlimum þá horfa allir í hina áttina.

Og til að æra óstöðugan þá er klúbburinn á góðri leið með að koma upp aðstöðu til iðkunnar annarra akstursíþrótta.
Það getuir vel verið að það verði klúbbnum til happs og þar sé vaxtarbroddur framtíðarinnar.


Og þetta kvartmíluspjall er steindautt ....... og því líklegt að fáir taki eftir þessu rausi :-(
« Last Edit: July 07, 2015, 12:43:51 by SPRSNK »

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #18 on: July 07, 2015, 12:41:14 »
he he góður og þetta er því miður satt ! það virðist alltaf verða svoleiðis ef eitthvert tæki vinnur oftar en einu sinni. þá þorir fólk ekki að mæta með sín tæki á móti þar sem það er hrætt við að tapa. það á að vera svoleiðis að ef einhver er að dómenera þá er hann verðugur að reina vinna ekki bara gefast upp :mrgreen: hvað varðar þessa breitingu á þessari keppni er bara gott mál að prufa þar sem hún hefur ekki gert það sem vonað var. en ég er reindar á því að hafa lítið af reglum nema öryggis reglur. en hafa hitt svo leiðis að þú mátt koma á bíl eins mikið breittan og þú sleppur á götunni nema bara skoðaður ! td Nos. slikkar dot. alkahól. blower. turbo eða bara hvað sem er sem þú sleppur á götum bæjarins ! þannig að látið bara Ara hafa þessi verðlaun strax  :mrgreen: en auðvita reinir á endingu og hita mál hjá þeim sem eru hvað merst tjúnaðir. þannig því fleiri mæta því fleiri ferðir þarf að fara og allir eiga séns  \:D/
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: King of the Street
« Reply #19 on: July 07, 2015, 13:29:37 »
Það var alger óþarfi að breyta þessari keppni, því ekki að búa til nýjan viðburð til að prufa eitthvað nýtt enn ekki eyðileggja þessa götubílakeppni, var mönnum alveg fyrirmunað að hafa eina keppni þar sem dælubensín og lítil dekk eru limitið !

Það er ekkert óeðlilegt við þessa þáttöku, 35 tæki er bara ekkert óvanalegt þó það hafi komið keppnir þar sem betur tókst til.

Það er ekki beinlínis ódýrt að taka þátt í mótorsporti í dag á Íslandi og þess vegna eru ekki fleirri að keppa í mótorsporti, það hefur lítið með flokkareglur að gera.

Ég hef ekki orðið var við sérsmíðaða KOTS bíla ? Hvaða bílar eru það ?

Tek undir með Kristjáni Stefánss. að þetta virðist vera tóm þvæla.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas