Author Topic: KK spjall  (Read 2461 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
KK spjall
« on: February 22, 2015, 13:59:52 »
Það er sem mér finnist að þetta spjall sé að fjara út í þeim skilningi sem má leggja í nafnið spjall!!

ÞETTA ER MEIRA ORÐIÐ SVONA TILKYNNINGATAFLA  :spol:

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: KK spjall
« Reply #1 on: February 22, 2015, 14:34:07 »
Sæll Ingimundur, 
 Þú ert að benda á vandamál sem ég held að öll íþrótta- og tómstundafélög sem halda úti opnum vefsíðum eru að glíma við sem er að færra fólk er að setja inn minna efni á síðurnar þeirra en var fyrir nokkrum árum og þeir félagar sem sinna síðunum eru að gera það í ólaunuðu sjálfboðastarfi sem er svo sem allt í lagi. 

Ein höfuðskýringin á þessu er að síður eins og Facebook hafa tekið við því hlutverki sem ágætar síður eins og þessi höfðu áður.  Spurningin er hvernig er hægt að bregðast við því?  Ég hef sinnt síðu Bílaklúbbs Akureyrar töluvert undanfarin ár og þar erum við líka að sjá færri pósta en fyrr.  Til að skoða hvað til væri í tilgátu minni um að fólk væri meira að skoða efnir á Facebook heldur en á síðunni okkar þá tók ég mig til og þýddi nokkra þætti úr bókinni "Bílagaurar og baunateljarar" eftir Bob Lutz.  Ég setti þessar þýðingar inn á ba.is síðuna og það skoðuðu þetta nokkrir en traffíkin var samt lítil.  Svo setti ég hlekk á þessar þýðingar inn á eina íslenska gömlubílasíðu á Facebook og þá fór skriða af stað og núna hafa þessar þýðingar fengið meira en eitt þúsund innlit.  Þetta er því ein leið til að auka traffík inn á síður bílaklúbbanna. 

 Annar möguleiki er að sameina síður eins og kk og b.a. síðuna, þó þannig að þessir bræðraklúbbar hafi hver um sig sérstöðu eða sér hólf innan þeirra.  Ég er viss um að sumum lýst alls ekkert á svona sameiningu en ég bið þá um að koma með eitthvað annað en tilfinningarök fyrir því.  Við Íslendingar látum oft eins og við séum 33 milljónir þegar við erum ekki einu sinni 330.000. Með sameiginlegri síðu væri reynandi að fá nokkra góða penna úr þessum félögum til að halda úti dálkum eða umræðum og hefja þessar síður þar með á það plan sem þær eiga skilið að vera á. 

Góðar stundir,

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: KK spjall
« Reply #2 on: February 22, 2015, 15:14:34 »
Já, við merkjum það sama hér þ.e. sömu upplýsingar sem settar eru á Facebook siðu klúbbsins eru skoðaðar meira en þó í skemmri tima.
Lifandi fréttir eru fljótar að hverfa niður siðuna og verða ósýnilegar.

Það sem er sett skipulega fram hér á spjallinu lifir lengur fyrir sjónum þeirra sem eru að vafra um.
Hins vegar hefur þeim sem vafra hér um fækkað.

Varðandi sameiginlega siðu fyrir bilaklúbbana veit ég ekki alveg með en það mætti engu að siður finna einhvern sameiginlegan vettvang.

Kv, IH
« Last Edit: February 22, 2015, 22:40:26 by SPRSNK »

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: KK spjall
« Reply #3 on: February 22, 2015, 19:21:02 »
spjallið dettur alltaf niður jan fer og mars, þar að segja ef engar reglu eða stórnna þras og þar sem fjarhagur er minni eru men eyða minna i viðhaldið og hafa litið til að deilda og ekki eru allir á FB og fyrir mitt leyti eru meiri likur að ég sét á mustang en inná FB.


btw og likurnar að ég sést á mustang eru stjarnfræðilega litlar
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341