Framleiðendur þessarar myndar höfðu samband við okkur og vildu athuga hvort við gætum hjálpað þeim með þetta
Myndin kallast Augnablik (Moments) og fjallar um tvo æskufélaga, Pétur(75) og Þórarinn(77), sem eru samankomnir á elliheimili. Þeir hafa báðir misst konur sínar. Þeir láta ekki einmannaleika elliheimilisins fanga sig, og stunda það að strjúka af elliheimilinu, á sinn eigin griðarstað sem er hús í rólegu umhverfi í fallegum Mosfellsdalnum. Þar eru þeir með bílskúr og gera upp bíla, sem þeir nota svo í að keppa í kappakstri á götum Reykjavíkur. Moments er kómedía þar sem boðskapurinn er að vera hamingjusamur og lifa lífínu, þrátt fyrir aldur. Þetta er mjög touchy umfjöllunarefni, sem er ætlað að túlka á skemmtilegan og húmorískan hátt.
Það eru tvær senur sem vantar bíla í:
1.
Það er ein sena þar sem þarf ''eldri bíla'' - Flotta sportbíla, helst frá '50s, '60s, '70, ´80's. Engar ákveðnar tegundir. Þessi sena gefur til kynna að þeir gömlu sem eru að race-a, hafa verið að gera það lengi. Þeir eru staðsettir á túni/garði í Mosfellsdalnum.
Þessi sena verður tekinn upp föstudaginn 9 maí
2.
Aðalsenan er rétt fyrir race-ið í senunni þurfa að sjást fullt af sportbílum. Aðalatriðið er að eldri mennirnir koma á eldri bíl - ég sé fyrir mér Chevi Impala '67árgerð eða þar í kring. Hinir bílarnir (sem yngra fólkið á að vera á) eru nýrri týpur. En tegundir skipta ekki máli. Það skiptir meira máli að hafa þá litríka. Þeir þurfa einfaldlega að líta líklegir út til að vera keppa í ''race''. Litríkin ýtir undir ýktan heim götukappaksturs. Þetta er tekið upp laugardaginn 10 maí
Ef þú hefur áhuga á að aðstoða við þessar tökur vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan
https://docs.google.com/forms/d/1z3dITYEn282SVy1lff1GXVhwhvdTbs4W0cliAaIAsPY/viewform
Ef eitthverjar fleiri spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við aðstandendur myndarinnar í emaili: valdimarkuld@gmail.com