Author Topic: Að draga úr eyðslu.  (Read 5436 times)

Offline runar-79

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 41
    • View Profile
Að draga úr eyðslu.
« on: November 15, 2013, 14:04:26 »
Sælir.
Ég er með 4,7 Dodge Durango og er að velta fyrir mér hvernig maður getur aðeins dregið úr eyðslunni.  Maður er aðeins búin að studera þetta  hjá kananum og þeir benda alltaf á kertin og K&N síu.  Er það málið strákar.

Hvað segja hörðustu V8 menn um þetta,


Offline radiogaga81

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 16
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #1 on: November 15, 2013, 17:11:43 »
hvað er hann að eyða núna hjá þér

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #2 on: November 15, 2013, 20:33:20 »
K&N kills MAF :!:

Annars er bara að vera léttur á fætinum... best væri að slíta V8 úr og setja í hann Cummins ;)

4BT væri fínn í Durango 8) ekkert svaka sprækur stock... en fínn með smá tjúni ;)

rowing through the gears

69 Cummins Camaro 4bt drag
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline runar-79

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 41
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #3 on: November 18, 2013, 09:04:51 »
Hann er í rúmum 20 á hundraði.

Kills MAF: Sorry fáfræðina en hvað er MAF.  Nenni nú ekki að fara að standa í því að skipa um vélin í kvikyndinu.

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #4 on: November 23, 2013, 18:56:38 »
Það er loftflæðiskynjari.


Ég myndi fara varlega í töfralausnir til að byrja með. Helst ættiru að fullvissa þig að það sé allt í góðu standi, kerti góð og einnig að yfirfara loftsíu, bensínsíu.

Þá er náttúrulega mikilvægt atriði að gæta að loftþrýstingi í dekkjum. Oft fer ekki alveg saman hagstæðasti loftþrýstingurinn fyrir bensíneyðsluna og dekkjaslitið, því verður að fara milliveg í því. Myndi þó frekar hafa hærri þrýsting en lægri.
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #5 on: November 25, 2013, 17:13:01 »
Þetta með MAF er urban myth sem söluaðilar hafa aldrei getað bakkað upp.  Það er auðveld leið til að forðast ábyrgð að benda á einhvern annan.  K&N var (og kannski er) með sérstakt símanúmer sem maður átti að hringja í ef söluaðili reyndi að fyrra sig ábyrgð vegna þessa.

Endilega lesa: http://www.knfilters.com/MAF/massair.htm

Ég hef notað K&N á bæði inspítingar og blöndungsbíla (veit að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim) lengi án vandræða.  Innspítingarbílarnir eru 1993 og 2003 módel af Jeep Grand Cherokee.  Eldri bílinn (L6, 4,0 L) keyrði ég örugglega 50-60 þús mílur með K&N og gekk fínt þegar ég seldi hann (þá var bíllinn farinn að nálgast 200 þús. mílur).  Ég setti K&N í þann yngri (V6, 3,7 L) þegar hann hefur staðið í ca. 20-30 þús. km og nú er hann kominn í nærri 95 þús. km án vandkvæða (einn þvottur á síu).

Ég veit ekki hvort aflið hafi aukist eitthvað smotterí eða hvort eyðslan hafi minnkað (hvortveggja er örugglega svo lítið að það skiptir ekki máli) en ég hef þó ekki þurft að kaupa pappasíur relgulega til að skipta :)
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #6 on: December 12, 2013, 01:56:34 »
Það þarf ekki að skoða nema bara E39 M5 bíla landsins... þeir sem að nota K&N síur / eða aðrar olíubornar síur skipta um MAF skynjara oftar en þeir skipta um dekk, á meðan að þeir sem að nota þær ekki fara 4x sjaldan að skipta um þetta...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #7 on: December 12, 2013, 15:33:56 »
Hljómar eins og MAFinn í E39 M5 sé bara ónýtt rusl ef það þarf almennt einhverntíman að skipta um hann á líftíma bílsins þótt hann sé ekki með K&N síu. Í allflestum bílum endist MAF alveg auðveldlega hálfa milljón kílómetra, jafnvel heila milljón.
Það er hinsvegar alveg rétt að K&N sía síar ekki jafn vel og pappasía, en olían er ekkert mikið að yfirgefa síuna ef réttur skammtur er notaður, það væri líklegra að óhreinindi (rykkorn) væru að fara svona illa með MAFinn.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #8 on: December 12, 2013, 17:23:32 »
Svo a eg eitt stk aquatune vatnsinnspýtingu fyrir þig :)..  easy install meira power og minni eyðsla... getur lesið um þetta á aquatune.com

Kostar
770$ uti.. getur fengið stk á 35 kall hjá mer ef þu tekur það strax
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline svenni bmw

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 138
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #9 on: January 01, 2014, 15:19:58 »
Það er reyndar staðreynd að ryk og sandur skemma loftflæðiskynjara en þeir eru misviðkvæmir, denso og hithachi skynjarar þola td, mun meira en bosch skynjararnir, Japönsku skynjarana má t.d þrífa en ALLS ekki þann þýska, svo eru sumar smurstöðvar með aftermarket loftsíur sem flugur komast í gegnum og líta eins út þó að menn keyri tugþúsindir kílómetra og gömul borðtuska myndi gera meira gagn...............kveðja svenni

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #10 on: January 01, 2014, 19:47:01 »
Hljómar eins og MAFinn í E39 M5 sé bara ónýtt rusl ef það þarf almennt einhverntíman að skipta um hann á líftíma bílsins þótt hann sé ekki með K&N síu. Í allflestum bílum endist MAF alveg auðveldlega hálfa milljón kílómetra, jafnvel heila milljón.
Það er hinsvegar alveg rétt að K&N sía síar ekki jafn vel og pappasía, en olían er ekkert mikið að yfirgefa síuna ef réttur skammtur er notaður, það væri líklegra að óhreinindi (rykkorn) væru að fara svona illa með MAFinn.

Sömu skynjarar og í öðrum BMW (þ.e. probe-inn í hólknum), virðast samt fara óendanlega gjarnan í E39 M5...

Skil ekki hvers vegna, kannski að OEM M5 loftsíurnar hleypi of mikið í gegn :?:
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline svenni bmw

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 138
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #11 on: January 01, 2014, 20:16:33 »
Turbo BMWaffar draga líka helv. mikið loft að sér  :twisted:   ekki víst að bosch djönkið ráði við það.............kveðja svenni

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Að draga úr eyðslu.
« Reply #12 on: January 01, 2014, 20:28:12 »
Turbo BMWaffar draga líka helv. mikið loft að sér  :twisted:   ekki víst að bosch djönkið ráði við það.............kveðja svenni

S62 er NA mótor með 12,7:1 í þjöppu.... ekkert turbo neitt.... og keyrir á 95okt 8)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40