Author Topic: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd  (Read 5046 times)

Offline Ingimar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« on: October 04, 2013, 10:28:11 »
Góðan dag.

Er að leita að bíl sem föður minn átti í kringum 1970.  Vei ekki mikið um hann, það sem ég veit er að hann var hvítur með rauðri rönd, hardtop, beinskiptur með hurst skiptingu, held að númerið hafi verið E777, allavega E eitthvað, kom frá Akranesi, pabbi keypti hann hjá Fiat umboðinu.

Ef einhver veit eitthvað um þennan bíl þá væri það dásamlegt, annað hvort hér eða í skilaboðum

Kær kveðja

Ingimar Örn

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #1 on: October 04, 2013, 16:48:20 »
Sæll,

Hvað heitir pabbi þinn? Var bíllinn 2dyra eða 4dyra?
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Ingimar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #2 on: October 04, 2013, 16:58:45 »
Held að hann hafi verið 2 dyra, samt ekki 100%
Hann heitir Karl, sonur Davíðs sem var með Fiat umboðið

Kveðja, Ingimar Örn

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #3 on: October 04, 2013, 18:24:38 »
þar sem E777 er en i umferð á mb 190,  þangi að leið 1 kominn á enda stöð  :mrgreen:

leið 2 leit með vin numeri

leið 3 fara i gömlu myndaalbúmin og fina mynd skanna hana og seta inn, þvi það er ótrúlegt hvað men muna bara við að sja mynd
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Ingimar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #4 on: October 04, 2013, 18:33:02 »
Ok takk fyrir þetta, er hvergi hægt að slà upp svona bílum sem skráðir hafa verið hérlendis?

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #5 on: October 04, 2013, 23:59:01 »
Það er hægt að fá lista sem Umferðarstofa getur skaffað en það er orðið mjög dýrt að fá svona lista, auk þess er óvíst að finna hann þar, þar sem skráningin getur verið týnd, gögn umferðarstofu á tölvutæku formi (eigendaferlar) ná bara aftur til ársins 1977, en lengur ef að eigandi hefur eignast hann fyrir þann tíma og á fram yfir 1977. Bílar á þessum tíma voru líka oft ekki rétt skráðir, t.d. getur 1957 Chevrolet Bel Air bara verið skráður sem 1957 Chevrolet (engin undirtegund) og þá getur oft verið þrautinni þyngra að finna réttu skráninguna, sér í lagi ef það er mjög langt síðan kallinn hefur átt bílinn.

Það er einn möguleiki í stöðunni, þó hæpið... hann getur farið inn á www.island.is, þar skráir hann sig með "ÍSLYKLI", þar vinstra meginn á síðunni er "Ökutæki" og hægt að sjá öll ökutæki sem hann hefur verið skráður sem eigandi að langt aftur í tímann, spurning hvort það sé nógu langt en það sakar ekki að reyna, þar getur fastanúmerið verið og ef það er þar skelltu því þá hingað inn og ég get þá flett því upp. Svo ef að hann á einhverjar myndir af bílnum þá aukast líkurnar aðeins ef þú myndir setja þær hér inn, því eins og "belair" benti á þá er ótrúlegt hvað menn geta munað bara við að sjá mynd.  :)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Ingimar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #6 on: October 05, 2013, 16:57:48 »
Prófa þetta kærar þakkir, kem inn með myndir ef þær finnast

Kveðja, Ingimar

Offline haukurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 31
    • View Profile
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #7 on: October 30, 2013, 09:57:37 »
Umrædd skrá birtir aðeins fastanúmer á eldri bílum.  Veit einhver hvort hægt er að grafa upp hvaða númer var raunverulega á bílum í "gamla daga"?

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Chevrolet Belair 1957, hvítur með rauðri rönd
« Reply #8 on: October 30, 2013, 17:25:00 »
Það er ekki hægt að fletta upp steðjanúmeri (gömlu númerin) nema það númer hafi verið á honum síðast, menn færðu þessi númer oft á milli bíla áður fyrr.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is