Takk kærlaga fyrir þetta, en nú bráðvantar mig einhvern mopar snilling sem gæti hjálpað mér að stilla blöndunginn á honum, fór með hann í skoðun í dag og þegar gæinn keirði yfir bremsubrautina þá snarhægði hann snúninginn og dó svo, tók um mínútu að ná honum aftur í gang og gekk eðlilega(reyndar soldið hratt en gerði það áður), svo var ég á rúntinum áðan og fór inná bílaplan og þá byrjaði hann aftur að láta svona, drap á honum og beið í um 5-8 mín, svo ætlaði ég að fara aftur að stað þá vildi hann ekki í gang og ég var að drepast úr bensínlykt, beið í um 20-30 mín og þá fór hann í gang en gekk voðalega hægt og þurti ég að halda honum í gangi á gjöfinni, tók einn stuttan hring og í hvert skifti sem ég slepti gjöfinni var eins og að hann ætlaði að kæfa sjálfan sig eins og með of sterkri blöndu, það er ný bensínsía, ný kerti og þræðir(ætla samt að tjékka með kveikjuröðina á morgun), en er þetta ekki 99% vanstiltur blandari eða kveikja? B.T.W. er á Akureyri