Átti þetta ísí gjald ekki að vera úr sögunni við stofnun þessa sérsambands ?
Þetta ÍSÍ gjald er algjörlega fáránlegt! Það er nóg dýrt að halda við keppnistækjum eins og gengið og verðlag er í dag og er hreint ótrúlegt að forráðamenn klúbba skuli ekki harðmótmæla þessu gjaldi.
Svona aukakostnaður gerir ekkert annað en að snarfækka keppendum í mótorsporti á Íslandi, og megum við alls ekki við því.
Ég vona að menn sjái að sér og fái þetta gjald niðurfellt, þetta á ekki að vera einstaklingsbundið, heldur klúbbatengt.