Author Topic: Hjólareglur  (Read 3741 times)

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Hjólareglur
« on: December 19, 2003, 20:11:42 »
Á framhaldsaðalfundi 18 desember 2003 var hjólamönnum fengið það verkefni að fara yfir hjólareglur og
annað sem gæti leitt til fleiri keppenda í hjólaflokkum.
Ég óska hér með eftir tillögum að reglubreytingum eða öðru því sem gæti orðið til að  hjóla keppendum og áhorfendum fjölgi.

Ég hef heyrt að menn komi ekki að keppa vegna eftirtalinna atriða:  
Slæm aðstaða hjólamanna við brautina, standardhjól eiga ekki möguleika,   keppnisgjald of hátt, árgjald KK of hátt,
reglurnar ómögulegar, steypan uppi á braut er svo gróf að maður klárar dekkið í tveimur burnout-um,
kemst aldrei neitt út úr bænum um helgar, alltaf rigning.

Einn keppandi sagði eitthvað á þessa leið. Maður þarf að setja götuslikkann undir, síðan fer maður upp á braut á laugardegi, borgar 5000 kr í keppnisgjald, fer tvær ferðir í keppninni, þarf að bíða fram á mánudag til að komast á dekkjaverkstæðið og láta taka 20.000 króna ónýtan slikkann af og henda honum.
Þessum aðila fannst of dýrt að borga 25 þ. fyrir tvær ferðir, plús tvær umfelganir, og ekki hægt að hjóla á sunnudeginum.
Svona atriði vil ég fá upp á yfirborðið og raunhæfar tillögur sem eru á valdi KK að breyta.

Ef sniglar eru svekktir út í stjórn KK fyrir að fá ekki að halda hjólamílu á brautinni vil ég fá að vita af því og mun athuga þann möguleika að þeir fái að halda keppni þar ef áhugi er, ef það gæti orðið til þess að sniglar mæti betur á keppnir KK, en endanleg ákvörðun er í höndum stjórnar KK.

Tillögur á að senda á mig fyrir árslok 2003. stei@bakkar.is
Síðan munu þeir hjólamenn KK sem voru gildir meðlimir á aðalfundi 15 nóvember 2003, og stjórn KK taka ákvörðun um hvort/hvaða breytingar verða. Ætlunin er að ljúka þessu eigi síðar en 15 janúar 2004.

Hugmyndir stjórnar KK um breytingar er að finna hér annars staðar

Ég vona að málefnanleg umræða verði um þetta hér, einnig er hægt að senda spurningar varðandi núverandi reglur og annað beint á mig og mun ég svara þeim eftir bestu getu.

Þetta á eingöngu við kvartmílu og kemur sandspyrnu ekkert við.

Steingrímur Ásgrímsson   :idea:  
stei@bakkar.is

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Hjólareglur
« Reply #1 on: January 02, 2004, 19:10:17 »
Engar tillögur bárust .


Ég og Viðar F. höfum verið að ræða  þetta.
Hér eru okkar tillögur.

Flokkar haldi sér eins og þeir eru, ( ég sé ekki að hægt sé að breyta þeim meira til að fá fleiri keppendur ).

Ef ekki eru skráðir 3 eða fleiri í flokk þegar skráningu í keppni lýkur verður keppnisfyrirkomulagið bracket.

Ef 3 keppendur eða fleiri eru skráðir í einhvern flokk verður keppt í honum ( ekki bracket ).

Einnig geta keppendur skráð sig beint í bracket, ef þeir vilja ekki keppa eftir
flokkakerfi, ef 3 skyldu skrá sig í þann flokk sem viðkomandi hjól passar í.

Þó að keppt verði með bracket fyrirkomulagi verður hægt að setja tíma og hraðamet í þeim flokki sem hjól passar í.

Hjól í sporthjólaflokkum verða að ná 15 sek. eða betri tíma í tímatökum til að fá að keppa. ( Öll hjól nema skellinöðrur. )


Boltuð verði niður stálplata á sitt hvort upphitunarsvæðið til að hægt sé að hita afturdekkið á henni.

Tilbakabraut verði löguð sem fyrst, beygjur teknar af henni og hún klædd með einhverju öðru en lausum steinum sem festast í dekkjum og geta skotist inn í mótora í gegn um blöndunga.

Núverandi reglur. http://www.kvartmila.is/bif-kvartmila.html


Steini  :roll: