Í mínum innleggjum var ég ekki að verja neitt heldur benda á staðreyndir varðandi metnaðarfullt keppnis- og æfingadagatal klúbbsins.
Aðstæður eru mjög góðar á brautinni og óskiljanlegt að það komi ekki fleiri með tæki sín til að prófa og/eða keppa.
Þátttaka hefur verið með eindæmum dræm sumar og við þurfum ekki að verja það þótt að ein æfing sé felld niður .... vegna þátttökuleysis.
Það má heldur ekki ætlast til þess að þeir sem standa vaktina fyrir klúbbinn í sjálfboðavinnu, við það að gera æfingar og keppnir mögulegar,
séu ávallt reiðubúnir að fórna helgunum .... sérstaklega m.t.t. hversu fáir mæta.
Það hefur gengið vonum framar að manna verkin í sumar og allt tal um að "einhverjir" séu farnir úr bænum og því sé ekki haldin æfing ..... er lágkúrulegt
Stjórnin þakkar öllum þeim sem starfað hafa fyrir klúbbinn í sumar og vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta á æfingar sem og í keppnir sumarsins.
Mér finnst koma til greina að skráning á æfingar verði bindandi og með fomlegum hætti eins og í keppnir þ.e. með tölvupósti til keppnisstjóra í tæka tíð
t.d. miðnætti á fimmtudgskvöld. Ef lágmarksþáttöku verði ekki náð falli æfingin niður.