Sælir félagar.
Er það virkilega rétt sem ég hef verið að lesa inn á spjallinu hjá BA að það sé verið að hækka gjaldskrá ÍSÍ/LÍA um helming yfir heildina?
Sjá:
http://spjall.ba.is/index.php?topic=4748.0Ef rétt reynist þá er verið að þrengja mjög mikið að bílasporti af okkar eigin sérsambandi, og hugsanlega gætu einverjar greinar lagst af.
Ég hef undandfarið verið að viða að mér efni í grein um komandi tímabil og yfirlit yfir tímabilið 2011 og þar talaði ég við núverandi Íslandsmeistara, og er skemmst frá því að segja að allavega þeir sem yngri eru telja sig ekki hafa efni á því að keppa lengur út af háum keppnisgjöldum!
Og svo er verið að tala um að hækka þau!!!
Ég veit líka til þess að Rally-menn eru mjög óánægðir með þau háu keppnisgjöld sem þeir þurfa að borga.
Það sem gerir þetta óskiljanlegra er að MSÍ sem er sérsambandið fyrir mótorhjólin, hefur ekki verið að rukka neitt fyrir keppnisskýrteini eða annað sem viðkemur keppnum hjá þeim.
Sem sagt ef þú ert að keppa á bíl þá þarft þú að borga, en mótorhjólið við hliðina á þér i brautinni ekur frítt!!
Er það bara ég sem sé eitthvað að þessu?
Er ekki svona lagað örugglega brot á samkeppnislaögum??
Ég vil taka það fram að hér er ekki við Kvartmíluklúbbinn að sakast, þar sem ég veit að stjórnarmenn KK eru ekki par hrifnir af þessari gengdarlausu gjaldtöku.
Það væri gaman að fá að vita hvað er til í þessum sögusögnum um hækkun keppnisgjalda!
Kv.
Hálfdán.