bíllinn hjá mér er hagar sér þannig að hann startar og rýkur í gang kaldur en ef hann er látinn hitna, drepið á og reynt að starta aftur þá snýst mótorinn með erfiðleikum einn hring og stoppar svo eins og hann sé rafmagnslaus(er samt alls ekki rafmagnslaus) Ef hann fær að kólna í tvo tíma þá ríkur hann aftur í gang eins og ekkert sé. Ég get látið hann renna í gang þegar hann er heitur en þá þarf hann langa vegalengt til þess og þegar hann fer í gang þá gengur hann lausaganginn óvengju hátt í smá stund og service engine ljósið kvikknar.
einnig á hann það til ef hann fær að hitna vel að hætta að snúast á 3000sn og bregðast við með kveikjubanki og óhljóðum
Þetta byrjaði eftir að skipt var um kveikju, vatnsdælu, kerti, kertaþræði og knock sensor. eftir það hefur verið skipt um kveikju og knock sensor aftur, háspennukefli, og heila fyrir kveikju
Veit einhver hvað gæti mögulega verið að....
Þetta er 94 firebird með lt1
kv.Markús