Author Topic: Startar ekki heitur  (Read 3626 times)

Offline 318

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 413
    • View Profile
Startar ekki heitur
« on: December 06, 2011, 15:24:00 »
bíllinn hjá mér er hagar sér þannig að hann startar og rýkur í gang kaldur en ef hann er látinn hitna, drepið á og reynt að starta aftur þá snýst mótorinn með erfiðleikum einn hring og stoppar svo eins og hann sé rafmagnslaus(er samt alls ekki rafmagnslaus) Ef hann fær að kólna í tvo tíma þá ríkur hann aftur í gang eins og ekkert sé. Ég get látið hann renna í gang þegar hann er heitur en þá þarf hann langa vegalengt til þess og þegar hann fer í gang þá gengur hann lausaganginn óvengju hátt í smá stund og service engine ljósið kvikknar.

einnig á hann það til ef hann fær að hitna vel að hætta að snúast á 3000sn og bregðast við með kveikjubanki og óhljóðum

Þetta byrjaði eftir að skipt var um kveikju, vatnsdælu, kerti, kertaþræði og knock sensor. eftir það hefur verið skipt um kveikju og knock sensor aftur, háspennukefli, og heila fyrir kveikju

Veit einhver hvað gæti mögulega verið að....

Þetta er 94 firebird með lt1

kv.Markús
Pontiac Firebird Formula 94 Lt1
Dodge Dakota 93 318
Ford Ranger 92 (seldur)
Chevrolet Camaro 86 (seldur)

Markús James Dempsey

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #1 on: December 07, 2011, 06:06:11 »
Gæti verið startarinn.
Þoli ekki hitann sem er nálægt honum.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Sævar Pétursson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 304
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #2 on: December 07, 2011, 16:06:30 »
Mér finnst einhvernveginn eins og kveikjan sé í einhverju rugli. Er einhver smuga að koma rillaða öxlinum vitlaust í, ef svo er gæti tíminn verið of fljótur. Þú þarft að láta lesa hann eða komast einhvernveginn að því á hvaða tíma hann er. Þetta bank er örugglega forkveikja.
Sævar Pétursson

Offline 318

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 413
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #3 on: December 07, 2011, 17:29:35 »
Bankið er pottþétt forkveikja. Hann var lesinn eftir að ég skipti um kveikjuna og þá kom hann með kóða á kveikjuna, það var giskað á að kveikjan hefði verið gölluð þannig að ég skipti aftur um kveikju og það er enginn munur, það er nánast ómögulegt að setja hana vitlaust í, hvað þá tvisvar sinnum í röð. Svo virkar hann líka fínt þegar hann er kaldur. það er ekki fyrr en hann er kominn í svona 230° að hann fer að haga sér illa og hættir að fara í gang, ég hef hingað til haldið að þetta sé eitthvað kveikjutengt en er eiginlega hættur að halda það. er ekki eitthvað annað sem gæti orsakað forkveikju?

Eitt sem breyttist þegar ég skipti um kveikjuna var að service engine ljósið slokknaði og þar af leiðandi hættu báðar vifturnar að snúast stanslaust, áður var ljósið alltaf logandi og hann fór aldrei yfir 210° vegna þess að vifturnar snerust báðar alltaf, núna hitnar hann mikið meira vegna þess að vifturnar fara í gang við rétt hitastig og það er akkúrat þegar hann hitnar svona mikið (230°) sem hann fer að klikka.

Getur verið að það sé bilaður eitthver skynjari þannig að hann fái alltaf bensínblöndu eins og að hann sé kaldur og þegar hann hitni svona mikið þá þá fari allt í steik á þeirri blöndu :S
Pontiac Firebird Formula 94 Lt1
Dodge Dakota 93 318
Ford Ranger 92 (seldur)
Chevrolet Camaro 86 (seldur)

Markús James Dempsey

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #4 on: December 08, 2011, 18:10:24 »
Er smuga að það sé lofttappi á kælikerfinu, vanti kælivökva, þannig að heddin fái ekki nóga kælingu. (skiftir um vatnsælu) Hitakynjarar geta ruglast ef kælivökvi leikur ekki um þá.
Hættara er við forkveikju ef blanda er veik, of hár hiti eða kveikjutími ekki réttur.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 318

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 413
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #5 on: December 09, 2011, 01:31:11 »
Er smuga að það sé lofttappi á kælikerfinu, vanti kælivökva, þannig að heddin fái ekki nóga kælingu. (skiftir um vatnsælu) Hitakynjarar geta ruglast ef kælivökvi leikur ekki um þá.
Hættara er við forkveikju ef blanda er veik, of hár hiti eða kveikjutími ekki réttur.

lofttappi var einmitt það fyrsta sem mér datt í hug en kerfið í þessum bílum á að lofttæma sig sjálft og svo þurfti ég líka að tappa af honum öllum vökvanum þegar ég skipti um kveikjuna í seinna skiptið, þegar ég setti hann á aftur þá hellti ég beint inn á mótorinn í gegnum vatnsdæluna og fyllti svo á kassann til þess að reyna að koma í veg fyrir að það mynduðust lofttappar. svo prófaði ég að skipta um hitaskynjara áðan og það hafði engin áhrif. Smá offtipic ertu sami Gunnar B Eyjólfsson og býr rétt hjá hvolsvelli á leiðinni inní fljótshlíð?
Pontiac Firebird Formula 94 Lt1
Dodge Dakota 93 318
Ford Ranger 92 (seldur)
Chevrolet Camaro 86 (seldur)

Markús James Dempsey

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #6 on: December 09, 2011, 01:51:51 »
Flott info hér um að loftæma kerfið ofl, það eru tveir tappar til að losa um loft, mæli með að lesa þetta allt :
http://forums.corvetteforum.com/c4-tech-performance/2217024-how-do-i-properly-bleed-the-coolant-system-on-an-lt1.html

.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #7 on: December 09, 2011, 08:34:03 »
þegar ég skifti um vél í Caddanum hjá mér  lenti ég í því að hún hitnaði mikið, án þess að hitaljósið kviknaði. Prófari að kippa miðstöðvarslöngu af elementinu upp við hvalbak og þar var loft. (gufa fyrst og síðan lækkaði íkassanum og þurft að bæta uþb 4-5 ltr. á kerfið). þetta var nú bara venjuleg 455 olds-vél, hafði verið 403 vél áður sem þurfti ekki að lofttæma svona.

Jamm ég á heima rétt austan við Hvolsvöll,  ert þú frá Langagerði?
« Last Edit: December 09, 2011, 08:38:20 by cv 327 »
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 318

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 413
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #8 on: December 09, 2011, 15:22:24 »
ég prófa það í kvöld, gæti forkveikja ekki líka valdið því að það sé svona þungt að starta honum?

Já okei, kannaðist eitthvað við nafnið, jú það passar ég er þaðan
Pontiac Firebird Formula 94 Lt1
Dodge Dakota 93 318
Ford Ranger 92 (seldur)
Chevrolet Camaro 86 (seldur)

Markús James Dempsey

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #9 on: December 09, 2011, 17:25:19 »
jú ef kveikjan er ekki rétt getur hann verið mjög þungur og slegið á móti, þau skipti sem ég hef verið með bíl í höndunum sem hefur ekki farið í gang heitur þá hefur yfirleitt verið hægt að rekja það til háspennukeflisins, en það passa rkannski ekki ef bíllinn hreinlega startar ekki
ívar markússon
www.camaro.is

Offline 318

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 413
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #10 on: December 09, 2011, 18:23:32 »
búinn að skipta um háspennukefli það er ekki það. hvað getur valdið því að kveikjan flýti sér svona eftir því sem hann hitnar :S
Pontiac Firebird Formula 94 Lt1
Dodge Dakota 93 318
Ford Ranger 92 (seldur)
Chevrolet Camaro 86 (seldur)

Markús James Dempsey

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Startar ekki heitur
« Reply #11 on: December 12, 2011, 10:35:25 »
Hæ.
hef nú svosem ekki mikið vit á þessu, en getur verið að þú sért með ranga vatnsdælu ?   Er ekki svona réttsælis rangsælis vatnsdæluvesen á þessumtækjum??  það myndi valda miklum hita í heddum sem aftur flýtir kveikju og .......
Bara hugmynd ....
Kv Valur Vífilss
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.