Author Topic: Sandblástur... ráð?  (Read 6090 times)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Sandblástur... ráð?
« on: October 25, 2011, 23:21:38 »
Sælir félagar..

ég verslaði mér sandblásturskút um daginn, þetta er kútur með þrýsting, og byssan er með keramik stút..

ég verslaði mér sand af fínpússningu, en hann er 0,3 til 3mm, og sverasti stúturinn á byssunni er 4mm, þannig að þetta stíflast alveg samstundis..

svo,, spurningin er, á ég að redda mér sverari keramikstút? eða finna fínni sand?  (hvar fær maður fínni sand á mannlegu verði?)

ég er að fara að sandblása botn á bíl og eitthvað smálegt...

þetta er svipaður kútur og hægra megin á myndinni

Atli Már Jóhannsson

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Re: Sandblástur... ráð?
« Reply #1 on: October 26, 2011, 08:00:29 »
Sæll,

Það er sennilega tvennt sem gæti verið að plaga þig.

1) Of mikill raki í loftleiðslunni.

2) Það sem er líklegast að plaga þig er að þessar græjur þurfa smá taktík. Maður opnar fyrst fyrir loftið út í gegn og svo opnar maður rólega fyrir sandinn þangað til maður sér smá koma út um stútinn. Ef maður opnar of mikið fyrir sandinn þá stíflast stúturinn um leið. Þegar maður hættir þarf maður svo að byrja á því að loka fyrir sandinn.

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: Sandblástur... ráð?
« Reply #2 on: October 26, 2011, 17:19:01 »
Það er hægt að nota pússningasand...en hann er ekki nærri því eins góður og kvartssandurinn,og hann þarf að vera orðin þurr
Kv.HR
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline Sævar Pétursson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 304
    • View Profile
Re: Sandblástur... ráð?
« Reply #3 on: October 26, 2011, 17:38:22 »
Þetta er mikið rétt sem Jói segir, en ef það er ekki nóg skaltu sigta sandinn. Ég var oft með þennan sand frá Fínpússningu og það var ekki alveg nákvæm kornastærðin hjá þeim.
Sævar Pétursson

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Re: Sandblástur... ráð?
« Reply #4 on: October 26, 2011, 18:48:17 »
Jamm.

Hér er sigti eins og ég nota:   8-)



http://www.ikea.is/products/6650

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline 954

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 120
    • View Profile
Re: Sandblástur... ráð?
« Reply #5 on: October 26, 2011, 23:17:59 »
Er með eins græjur og þú. Gafst uppá að nota pússningasandinn og fór í Garnet sand frá Iðnvélum. Frekar dýr en árangurinn er miklu betri í alla staði. Minna ryk, betri áferð og minni hiti. Sópa honum upp aftur, sigta og nota hann ca 5x.
Ási J
Camaro 80 í vinnslu

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Sandblástur... ráð?
« Reply #6 on: October 28, 2011, 07:11:30 »
takk kærlega fyrir þessi ráð !!!

ég geri ekki reyndar ráð fyrir að það sé raki þar sem ég er ekkert búinn að ná að nota þetta..

ætla að leggjast aðeins í þetta aftur,,  takk aftur !!!
Atli Már Jóhannsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Sandblástur... ráð?
« Reply #7 on: October 28, 2011, 15:43:28 »
Það er alltaf raki í loftinu frá loftpressunni en það eru til nokkrar gerðir af þurrkurum til þess að losna við rakann. Hefðbundnu skiljurnar sem að skilja frá stóra dropa og einnig stærri græjur sem kæla loftið til þess að þétta rakann.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.