Fórum í dag nokkrir sandkallar og kíktum á þessi svæði sem bærinn er að bjóða.
Breiðdalurinn er landsvæði á milli Bláfjalla-afleggjara og Kleyfarvatns-afleggjara og hefur tvö svæði þar sem hægt væri að keppa.
Annarsvegar uppþornað vatn sem er eggslétt 400metra löng leirspilda, svogott sem tilbúna í drulluspyrnu þegar þannig viðrar.
Hinsvegar amk jafnlanga fjörusteinbreiðu sem þarf að hefla fjörusteininn ofanaf til að komast í sand/moldina fyrir neðan, lagið er um tíu sentimetrar af fjörustein.
Gallinn við þessi svæði er að það þarf að fara yfir grófan jeppaslóða til að komast að og tvær brattar brekkur eru á leiðinnni. Erfitt yrði að koma áhorfendum skipulega fyrir, þeim fáu sem létu bjóða sér ferðalagið. Auk þess sem vagnadráttur keppnistækja yrði vægast sagt varasamur.
Námurnar aftur á móti við Hamranes virðast í fyrstu sýn ákjósanlegur kostur. Í það minnsta viljum við skoða svæðið betur og mæla það ögn vísindalegar.
Þar er Hafnarfjarðarbær að geyma efni sem mætti vel nota í brautarlagningu, við teljum að svæðið sé innan við tveimur hjólaskófludögum frá því að vera tilbúið.
Hamranesnámur eru stutt frá kvartmílubrautinni , malbikað er upp að hliði og auðvelt er að stýra áhorfendum. startað yrði úr myndalegri skál sem tryggir Hörpulík hljómgæði, í raun ekkert ósvipað og í Undirhlíðum bara minna tilbúið og ögn styttra svæði en þar.
Við höfum samband við Bæjarbatteríið fljótlega og sjáum hvernig hægt er að landa þessu, þetta var jú þeirra hugmynd