Author Topic: Mercedes-Benz 320CE Sportline 1994 [SELDUR]  (Read 2118 times)

Offline gunni7

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
Mercedes-Benz 320CE Sportline 1994 [SELDUR]
« on: June 24, 2011, 18:15:17 »
Þessi eðalgæðingur gæti því miður verið til sölu.


Mercedes-Benz 320 CE Sportline

Árgerð 1994 (facelift).
Silfurlitaður.
Aflgjafi bensín.
3200cc - 220hö - 310 Nm.
5 gíra sjálfsskipting (722.503 kassi)
Tveggja dyra.
Ekinn 234154 km.
Skoðaður 2012 athugasemdarlaust.


Þetta er einn af fáum 320 CE sem eftir eru og er þetta svo stútfullur bíll af aukabúnaði. Ef þú værir að versla þennan bíl árið 1994 þá gætiru varla keypt dýrari svona CE nema kannski AMG version. Ég myndi skjóta á að það væri ekki fleiri en 5 svona 320 CE eftir á götum Íslands, hvað þá í svona góðu standi.


Sportline er eftirfarandi:
"The option package included sport seating, wider wheels and lower profile tyres, quick ratio steering, "Sportline" badges on the front wing moldings and gear knob, a slightly lowered ride height and a specially tuned suspension including shorter, stiffer springs, struts, anti-roll bars, and bushes."


Ég kaupi þennan bíl af manni í Mosó en er það greinilegt að það hefur alltaf verið hugsað vel um hann. Bíllinn er fluttur inn 2001 frá Ítalíu en þar áttu íslensk hjón hann.
Bíllin með 3.2 L vél sem er 6 cyl og 24V sem skilar 220 hestöflum. Hann er gefinn 7.8 sec í hundraðið og heldur áfram upp í 235 km/h. Svo er hann með 5 gíra sjálfskiptingu.
Eyðslan er mjög ásættanleg. Ég keyri venjulega og hann er að eyða 8-10 í langkeyrslu, 12 í blönduðum akstri og í pjúra innanbæjarakstri er hann í 14-15 m.v. ágætan bensínfót. Hef oft mælt hann.
Vélin er alveg gríðarlega þétt og góð og vinnur mjög vel.


Hann er hlaðinn aukabúnaði:

Sportline útfærsla.
Leðurinnrétting.
Leðrað "AMG" stýri.
18" AMG Monoblock Original
16" Benz W210 felgur Original.
Topplúga tvívirk.
ASD ( læst drif ).
SRS loftpúðar.
Loftpúðastilling í bílstjórasæti fyrir bak.
Loftkæling.
Bi-Xenon 6000k HID kerfi.

Rafmagn í öllum rúðum.
Rafmagn í sætum.
Rafmagn í speglum.
Rafmagn í höfuðpúðum.
Rafmagnsniðurfelling á höfuðpúðum afturí.
Fjarstýrðar samlæsingar.
Hiti í sætum.

Pioneer 4x45W geislaspilari.
Nýjir Alpine Type G afturhátalar (Ágúst 2010).
Nýtt loftnet frá Nesradío (Ágúst 2010).
Harman Kardon Magnari fyrir framhátala falinn undir farþegasæti.
Harman Kardon Magnari fyrir afturhátalara í skotti.
Leiðslur fyrir magasín í skotti.
Bilað magasín getur fylgt.

Armpúði frammí og afturí.
Dökk afturljós.
Símastandur.



Það sem ég hef gert:

Nýupptekin sjálfskipting $$$
Ný málaður framstuðari og vinstra frambretti af fagmanni.
Nýlega málaður toppur og húdd (fyrri eigandi).
Ný stífa v/m framan með áföstum spindli.
Ný balancestangargúmmi.
Ný olía á skiptingu + sía.
Nýr sviss.
Ný drifskaptsupphengja.
Nýtt flex-gúmmí frá skiptingu til drifskapts.
Farið yfir hljóðkerfi hjá Nesradío (sjá að ofan).
Málað plast í grilli svart.
Xenon kerfi sett í og gengið snyrtilega frá öllum snúrum.
Felgur réttar og yfirfarnar af Felgur.is
Felgur nýmálaðar.
Frambremsur teknar upp algerlega (klossar, diskar og dælur teknar upp).
Bónaður reglulega með Mothers bóni.



Það er erfitt að trúa að hann sé keyrður þetta þar sem hann er gríðarlega þéttur í akstri. Það sem mætti gera er eftirfarandi en sumt er bara smámunasemi í mér:

-Skipta um sleða í topplúgu.
-Smá yfirborðsryðdoppa á bílstjórahurð og farþegaframbretti.


Ég man ekki eftir neinu öðru í fljótu bragði. Eins og ég segi þá myndi ég skjóta á að það væri ekki fleiri en 5 svona 320 CE eftir á götum Íslands, hvað þá í svona góðu standi. Vélin er þétt og flott og boddýið er í góðu standi.

Tæknilegar upplýsingar eru að finna hér:
http://www.mercefreaken.com/

Þráð um bílinn í minni eigu er að finna hér:
http://www.stjarna.is/spjall/viewtopic.php?f=15&t=16885











Nýjar Myndir 3. júlí 2011

















Ásett verð: Seldur.

Með bestu kveðju
Gunnar Smári s.866-8282
gunnarsmari7(hjá)hotmail.com
« Last Edit: July 04, 2011, 18:10:18 by gunni7 »
Enginn bíll

Offline gunni7

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
ttt.
Enginn bíll

Offline gunni7

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
upp
Enginn bíll

Offline gunni7

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
Re: Mercedes-Benz 320CE Sportline 1994 [ Nýjar myndir 3. júlí ]
« Reply #3 on: July 03, 2011, 20:06:15 »
ttt
Enginn bíll