Sælir félagar.
Komdu sæll Páll.
Það að Ólafur sé ráðinn starfsmaður hjá "Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA", er hrein móðgun við þá sem gerðu heiðursmannasamkomulagið hér um árið.
Þar var því lofað að það yrði byrjað á "núll punkti" sem sagt þeir gömlu sem staðið hefðu í öllu þeim deilum sem voru á þeim tíma færu út og nýir kæmu í staðin.
Ég get ekki séð að þetta hafi verið efnt með þessari ráðningu eða þá því einfaldlega að Ólafur sé í þessari "Akstursíþróttanefnd" yfir höfuð.
Það virðast allir aðrir eiga að efna sín loforð nema Ólafur, eða svo sýnist manni.
Það sem ég sé að þessari ráðningu er það að nöfn annara umsækjenda hafa ekki verið birt, en ráðningarferli í launuð störf hjá ÍSÍ á að vera opið þar sem ÍSÍ er að taka við almannafé.
Að sjálfsögðu geta umsækjendur óskað nafnleyndar og á þá að taka það fram þegar tilkynnt er hverjir sóttu um starfið.
Í öðru lagi er það langt frá því að teljast eðlilegt að umækjandi um starf eigi líka sæti í því ráði (nefnd) sem fjallar um og síðan tekur ákvörðun um hver úr hópi umsækjenda sé valinn.
Þetta kallast hagsmunaárekstur!
Í þriðja lagi er það mjög skrítið að þegar stafsmaður hefur verið ráðinn og þarf að semja um kaup og kjör, þá sé hann sjálfur í þeim hópi sem ákveður launakjörin fyrir sjálfann sig.
Þessi ráðning er í mínum augum í það minnsta vafasöm og gengur gegn öllu því sem í dag kallast "gagnsæi" og var mikið talað um eftir hrun og var mikið rætt um í "ransóknarskýrslu Alþingis", þar sem rætt var um hvernig meðal annars mál þyrftu að vera uppi á borðinu.
Meðan Ólafur situr bæði í "Akstursíþróttanefndinni" og er einnig starfsmaður nefndarinnar þá hlítur maður fara að endurskoða hug sinn um hvort þessi nefnd sé í raun og veru það sem samið var um á sínum tíma.
Ég ætla ekki að fara að rekja hæfni Ólafs hér, en hvað varðar mál KK er það kapítuli út af fyrir sig.
Enn og aftur þá eru það vinnubrögðin við þessa ráðningu sem mér finnast persónulega ekki ná nokkuri átt .
Kv.
Hálfdán.
(ATH hér er ég einungis að viðra mína eigin skoðanir).