Author Topic: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..  (Read 6934 times)

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 22, 2011, 23:50:49 »
Rakst á þetta á erlendu spjallborði.......Nýinnfluttur '68 Camaro, leiðindarmál :evil:

<a href="http://www.youtube.com/v/gihRChDAeiw?fs=1&amp;amp;hl=en_US&amp;amp;rel=0" target="_blank" class="new_win">http://www.youtube.com/v/gihRChDAeiw?fs=1&amp;amp;hl=en_US&amp;amp;rel=0</a>
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #1 on: February 23, 2011, 06:25:24 »
Þetta er hrikalegt :shock:
Miðað við lýsingu og myndir þá er þetta bara ónýtt :evil: :evil:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #2 on: February 23, 2011, 07:42:48 »
Rosalega að sjá, ömurlegt að lenda í þessu, þetta sýnir oft á tíðum hvað það er sem Kaninn kallar "uppgerð".  ](*,)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #3 on: February 23, 2011, 08:35:30 »
Þetta er svakalegt,, Varla að maður trúi þessu.
Eins og hann var nú flottur á myndum.... Þá er þetta alveg fáránlegt  :evil:

« Last Edit: February 23, 2011, 08:43:45 by Kristján Stefánsson »

Offline 70 olds JR.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #4 on: February 23, 2011, 09:15:47 »
Maður verður bara reiður að sjá þetta þótt maður eigi þetta ekki
Greyið kallinn sem keypti bílinn :mad: ](*,)
Fannar Örn Helguson
1983 Mercury Cougar 2-Door XR-7 (SELDUR)(fyrsti bíll)
1970 Oldsmobile Cutlass W30 462 CUI (550HP)
1979 Oldsmobile Cutlass Station 6.6L (403)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #5 on: February 23, 2011, 09:43:46 »
Ömurlegt mál, þvílík vonbrigði sem þetta eru að fá svona í hendurnar þegar von er á stríheilum bíl.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #6 on: February 23, 2011, 10:35:43 »
Greinilega lygarar á ferð þarna úti í þessu tilfelli -og reyndar til fleiri dæmi um svonalagað-

Gott og vel unnið myndband engu að síður og þessu ætti að vera póstað inn á ÖLLUM bíltengdum (jafnvel fleiri)spjallsíðum !
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #7 on: February 23, 2011, 13:59:00 »
Rakst á þetta á erlendu spjallborði.......Nýinnfluttur '68 Camaro, leiðindarmál :evil:

áttu linkinn þangað? til að sjá hvernig viðbrögðin þar eru
Einar Kristjánsson

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #8 on: February 23, 2011, 14:02:47 »
Strákar rólegir.

Ég er eigandinn af þessum bíl og engin ástæða til að vorkenna mér. Það er rétt að bíllinn er ekki í samræmi við það sem ég taldi mig vera að kaupa, en alls ekki eins slæmur og myndbandið gefur til kynna. Það er ekkert ryð í yfirbyggingunni sjálfri, Frambretti ný, hliðar nýjar, húdd og skott nýtt, sílsar nýir og gólf endurnýjað, þó auðvitað þurfi að lagfæra vinnubrögðin, enda eins og einhver sagði, þá eru þessir kanar ekki alveg í takt við okkur hvað þetta varðar. Bíllin hefur nú Þegar verið rifinn og allir ryðgaðir hlutir verið pantaðir nýir frá USA. Einnig er ég að skipta út meira og minna öllum slitflötum í kraminu, að undanskildri vél og skiptingu, sem virðist vera í fínu lagi. Má þar nefna sem dæmi, fram og aftur fjöðrun, allar fóðringar hvar sem þær finnast, allir bodypúðar og boltar, stýrisgangur, barkar, hluta af rafkerfi, ásamt mörgu öðru. Meiningin er að koma honum á lappir í vor og leika sér aðeins, en síðan fer hann í almálningu með haustinu, þannig að hann verði sýningarhæfur. Þetta er að mörgu leyti góður bíll, a.m.k. gott efni í góðan bíl. Þrátt fyrir allt, þá er þetta búið að vera skemmtilegt fyrir okkur feðga, og ágætis verkefni til að dunda sér við um helgar.

Ástæða þess að ég gerði þetta myndband, er af prinsipp ástæðum, ég þoli illa þegar logið er að mér. Ég var í miklu sambandi við þetta fyrirtæki nokkru áður en ég ákvað að kaupa og taldi mig hafa nóg til að geta treyst þeim. Ég er ekki viss um að þeim finnist þeir hafa svindlað á mér, því kanarnir eru alls ekki svona kröfuharðir. Sennilega hef ég borgað um 6000 dollurum of mikið fyrir hann miðað við ástandið, en það er bara eins og það er, "you win some and you lose some."

En alla vegana, þá verður þetta fljótlega flottur og góður bíll sem á vonandi eftir að vekja einhverja athygli hér í heimi gamalla bíla.

Kveðja, Trukkurinn og kötturinn (ekki í sekknum)


 








Rakst á þetta á erlendu spjallborði.......Nýinnfluttur '68 Camaro, leiðindarmál :evil:

<a href="http://www.youtube.com/v/gihRChDAeiw?fs=1&amp;amp;hl=en_US&amp;amp;rel=0" target="_blank" class="new_win">http://www.youtube.com/v/gihRChDAeiw?fs=1&amp;amp;hl=en_US&amp;amp;rel=0</a>

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #9 on: February 23, 2011, 14:32:09 »
Velkominn á spjallið, gaman að heyra að þetta sé ekki eins slæmt og það lýtur út fyrir að vera og enn skemmtilegra að þið feðgar
séu að hafa gaman að þessu verkefni.  8-)

Það væri gaman að fá myndir frá ykkur af viðgerðum.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #10 on: February 23, 2011, 15:08:41 »
Velkominn á spjallið, gaman að heyra að þetta sé ekki eins slæmt og það lýtur út fyrir að vera og enn skemmtilegra að þið feðgar
séu að hafa gaman að þessu verkefni.  8-)

Það væri gaman að fá myndir frá ykkur af viðgerðum.

Takk fyrir það. Það má vel vera að ég týni saman einhverjar myndir þegar fram líða stundir. Við áætlum að hefja vinnu við samsetningu í næsta mánuði. Erum að sandblása og snurfusa á meðan. Ég er búinn að semja við klára og áhugasama stráka á réttingarverkstæði hér í bæ, til að laga frágang á ýmsum stöðum, skipta út mælaborðsplötunni (sem er ryðguð í hornum) og  smíða það sem á vantar, eins og t.d. að laga endana á ,,subfreiminu" sem myndir eru af í myndbandinu, en þar hafa kanarnir farið styðstu leið.

Kv, Trukkurinn 

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #11 on: February 23, 2011, 15:38:13 »
Gott að heyra að þú sért kominn af stað með lagfæringar á bílnum. Ég hef notast með góðum árangri í gegn um árin við fyrirtæki sem heitir Rick's Camaro (http://www.rickscamaros.com/) með varahluti í Camaro. Nú er hægt að kaupa allt í þessa bíla, alla bodyparta og meira að segja nýjar grindur ef með þarf.

Þér til fróðleiks þá hefur Kvartmíluklúbburinn komið á laggirnar svokallaðri "Muscle Car deild ".  Þar um borð eru félagsmenn sem geta veitt þér tilsögn ef með þarf.

« Last Edit: February 23, 2011, 15:40:43 by 69Camaro »
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #12 on: February 23, 2011, 16:50:12 »
Gott að heyra að þú sért kominn af stað með lagfæringar á bílnum. Ég hef notast með góðum árangri í gegn um árin við fyrirtæki sem heitir Rick's Camaro (http://www.rickscamaros.com/) með varahluti í Camaro. Nú er hægt að kaupa allt í þessa bíla, alla bodyparta og meira að segja nýjar grindur ef með þarf.

Þér til fróðleiks þá hefur Kvartmíluklúbburinn komið á laggirnar svokallaðri "Muscle Car deild ".  Þar um borð eru félagsmenn sem geta veitt þér tilsögn ef með þarf.



Takk fyrir það Ari, ég er einmitt að kaupa allt dótið í gegnum Rick's Camaro. Það væri auðvitað gaman að heyra í einhverjum Camaro ,,sérfræðingi".

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #13 on: February 23, 2011, 17:53:48 »
Sæll

Það er fundur hjá MC deild KK annað kvöld upp í félagsheimilinu okkar út við brautina sem byrjar kl. 20:00. Heitt á könnunni og menn að hittast og ræða saman. Verð þar ásamt einhverjum fleirum sem hafa gert upp bíla eins og þinn og geta veitt þér allar þær upplýsingar sem geta komið þér að gagni.

kv.
Ari
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #14 on: February 23, 2011, 18:54:34 »
Sæll

Það er fundur hjá MC deild KK annað kvöld upp í félagsheimilinu okkar út við brautina sem byrjar kl. 20:00. Heitt á könnunni og menn að hittast og ræða saman. Verð þar ásamt einhverjum fleirum sem hafa gert upp bíla eins og þinn og geta veitt þér allar þær upplýsingar sem geta komið þér að gagni.

kv.
Ari

Takk Ari, en ég verð því miður ekki í bænum annað kvöld. Sjáum til með næsta fund.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #16 on: February 24, 2011, 10:00:56 »

Offline 70 olds JR.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #17 on: February 24, 2011, 11:23:07 »
Linkur:

http://www.yellowbullet.com/forum/showthread.php?t=337230

Vááá! Ég er bara orðin smá smeykur.  :oops:

Trukkurinn.
já það er ekkert smá mál gert úr þessu  :-s
Fannar Örn Helguson
1983 Mercury Cougar 2-Door XR-7 (SELDUR)(fyrsti bíll)
1970 Oldsmobile Cutlass W30 462 CUI (550HP)
1979 Oldsmobile Cutlass Station 6.6L (403)

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #18 on: February 24, 2011, 14:39:10 »
Já þeir hjá LegendsSV eru búnir að fá yfir sig tölvupósta og símtöl og sér kannski ekki fyrir endan á því  :mrgreen:  Það er ansi harðsvíraður mannskapur sem sækir Yellowbullet síðuna heim á hverjum degi, (50.000 þús. meðlimir). Þeir sem hafa svindla á meðlimum hafa stundum komið grátandi fram og óskað eftir vægð eftir að hafa upplifað hringingar á heimili sín á öllum tímum sólahringsins og eftir að hafa séð einhverja ókunna pickup trukka á sveimi í kringum húsin á kvöldin .   :P
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Trukkurinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 49
    • View Profile
Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« Reply #19 on: February 24, 2011, 16:39:53 »
Já þeir hjá LegendsSV eru búnir að fá yfir sig tölvupósta og símtöl og sér kannski ekki fyrir endan á því  :mrgreen:  Það er ansi harðsvíraður mannskapur sem sækir Yellowbullet síðuna heim á hverjum degi, (50.000 þús. meðlimir). Þeir sem hafa svindla á meðlimum hafa stundum komið grátandi fram og óskað eftir vægð eftir að hafa upplifað hringingar á heimili sín á öllum tímum sólahringsins og eftir að hafa séð einhverja ókunna pickup trukka á sveimi í kringum húsin á kvöldin .   :P

Úps! Ekki alveg það sem ég hafði í huga með þessu.