Kvartmílan > Evrópskt

Audi urquattro

(1/7) > >>

Gulag:
datt í hug að einhverjir hefðu kannski gaman að sjá einn gamlan quattro í uppgerð..
þetta er 83 árgerð, stefnan er að vera með 5cyl 2,2 vélina með standalone og stóóórri túrbínu (stefnt á 450-500 hestöfl)
Svo er komið í hús widebody kit (Audi A2 kit) og fleira gums... þetta er verkefni sem er búið að taka hellings tíma, og á sjálfsagt eftir að taka slatta tíma í viðbót...  \:D/  bara gaman..

smá myndasyrpa






























































































1965 Chevy II:
Flott verkefni =D> mér hafa alltaf þótt gömlu AUDI flottir og sérstaklega widebody bílarnir,endilega sýndu okkur fleirri myndir
þegar eitthvað nýtt gerist í þessu. 8-)

Ramcharger:
Þessir þóttu alveg magnaðir akstursbílar á sínum tíma :smt118

kiddi63:
Þetta voru og eru væntanlega eru gjeggjaðir akstursbílar, ég fór einu sinni á svona bíl út á reykjanes, ísólfsskála og víðar í fljúgandi hálku og snjó, ég var ekki sá rólegasti undir stýri þá og keyrði eins og fáviti.
Ég var rosalega hissa hvað kvikindið var rosalega rásfast þrátt fyrir keyrsluna á mér og þótt það væri hálka, þannig að ég hélt að bíllinn væri á einhverjum snjó-rallydekkjum eða eitthvað svo að ég stoppaði til að skoða það.....nei nei hann var á sumardekkjum takk fyrir... snilldar bílar.

Gulag:
ég náði smá að leika mér á honum áður en ég hóf rifið, það var bara gaman,, það er hægt að læsa bæði afturdrifi og millikassa..manualt,, ekkert elektrónískt drasl þarna sko...  :D

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version