Kvartmíluklúbburinn kynnir:King Of The Street.Þetta er 4. keppni sumarsins.
Hún fer fram laugardaginn 17. júlí 2010
Keppnislýsing:Þetta er keppni fyrir götubíla. Samþykkt eldsneyti er eingöngu það sem selt er á bensínstöðvum, ætlað til götuaksturs.
Tæki skulu standast bifreiðaskoðun á staðnum,minniháttar frávik leyfð á pústkerfum,t.d ekki nauðsyn að hafa hvarfakút.
Dekkjabúnaður bíla verður að DOT eða E merktur og ekki stærri en 30 tommur á hæð ef um ET street, drag radial eða aðra götuslikka að ræða.
Það verður fylgst með því að menn séu að nota rétt bensín.
Þetta eiga semsagt að vera bílar sem eru keyrðir öðru hverju um göturnar en ekki bara á kvartmílubrautinni.
Keppt verður í sex flokkum á bílum og fjórum flokkum á mótórhjólum.
Bílaflokkar.Bílar með drifi á einum öxli keppa í 4 flokkum:
4 sílendra
6 sílendra
8+ sílendra yngra en 1985
8+ sílendra eldra en 1985
Fjórhóladrifsbílar keppa í einum flokk:
4x4 flokkur
Jeppar, trukkar og pikkupar keppa í einum flokk:
Jeppaflokkur
Mótorhjól:Racerar
799cc og minni
800cc og stærri
Hippar
999cc og minni
1000cc og stærri
Einnig verða þessi flokkar keyrðir, en þeir gilda ekki til titilsins King of the street.
Outlaw street - keyrður 1/4 mílu
númeraskylda og allt leyft.
keyrt heads up og pro tree
Opinn flokkur keyrður 1/8
Allt leyft
Keyrt heads up og pro tree
Til þess að taka þátt þarftu að hafa:Gilt ökuskírteni
Skoðaðan bíl
Hjálm
Vera meðlimur í klúbb innan vébanda aksturíþróttarnefndar ÍSÍ
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki
Þetta er á ábyrgð eiganda og keppanda
Keppnisfyrirkomulag.Keppt verður eftir fyrirkomulagi sem kallast Second chance. Þetta kerfi er þannig upp sett að þú þarft að tapa tvisvar til að detta út.
Skýringarmynd er hér:
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=51796.0 ATH: það er einungis keyrt 1 run í hverri umferð, Þannig að ef þú klikkar í ferðinni þá getur það kostað þig sigurinn.
Keyrt verður á protree.
Allir flokkar verðir keyrðir þangað til að sigurvegar hefur fundist í öllum flokkum.
Þeir sem lenda í fyrstu 3 sætum í hverjum flokki, keppa um titilinn King of the street í hjólaflokki og bílaflokki,
Það verður keyrt með allt flokks fyrirkomulagi
(Keppendum er raðað upp eftir besta tíma hvers og eins og er byrjað á því að stilla saman lakasta og næstlakasta tíma.
Sá sem tapar ferð er úr leik, sigurvegari hverrar ferðar heldur áfram á móti þeim sem næstur er í tímaröðinni.)
Sá sem sigrar þann útslátt verður síðan krýndur King of the street
Dagskrá:Fimmtudagurinn 15. júlí
19:00 – 22:00 Æfing fyrir keppendur / opinn æfing
Laugardagurinn 17. júlí
9:30 – 11:00 Mæting keppenda
11:00 Pittur lokar
11:05 Fundur með keppendum
11:15 – 11:45 Æfingaferðir
11:45 Tímatökur hefjast
13:20 Tímatökum lýkur
13:20 – 13:45 Hádegishlé
13:45 Keppendur mættir við sín tæki
14:00 Keppni hefst
16:25 Keppni lýkur
16:55 Kærufrestur liðinn
20:30 Verðlaunaafhending, staðsetning auglýst síðar
ATH: Dagskrá getur breyst ef keppendafjöldi verður mikill.
Upplýsingar um skráningu:Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu þá eftirfarandi upplýsingar á netfangið:
jonbjarni@kvartmila.isNafn
Kennitala
Keppnistæki
Bílnúmer
Flokkur
GSM
Ég tek einnig á móti skráningum í einkapósti á Kvartmíluspjallinu.
Nánari upplýsingar í síma 8473217, Jón Bjarni
SKRÁNINGU LÝKUR föstudagskvöldið 16. júlí Á SLAGINU 22:00
Það fær enginn að keyra keppnisæfingu nema að vera búinn að skrá sig og borga keppnisgjöld.
Til að flýta fyrir skráningu þá er gott ef menn geta komið með þetta skjal útfyllt.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=42742.0;attach=44370ATH það þarf bara að fylla þetta út einu sinni fyrir æfingu og keppni.
Keppnisgjöld verða að vera greidd fyrir kl: 23:59 föstudaginn 16. júlí.
ATH. Þetta er loka frestur á keppnisgjöldum nema eitthvað komi uppá hjá mönnum og þeir geti ómögulega greitt keppnisgjald á réttum tíma.
Enginn fer niður í pitt fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd.
Einnig ætla ég að biðja sem flesta um að reyna að millifæra keppnisgjöldin
Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199
Keppnisgjaldið er 5000kr
KOMA MEÐ KVITTUN ÚR HEIMABANKA
ATH til keppenda.
Þeir sem mæta á keppnisæfinguna þurfa ekki að fylla út skráningarblaðið aftur.
ALLIR KEPPENDUR EIGA AÐ KOMA VIÐ Í FÉLAGSHEIMILINU OG FÁ DAGSKRÁ Á LAUGARDEGINUM ÁÐUR EN ÞEIR FARA NIÐUR Í PITT!!!!!!!!!!!
PITTUR LOKAR KL 11:00
ÞEIR SEM ERU EKKI MÆTTIR FYRIR ÞANN TÍMA FÁ EKKI AÐ TAKA ÞÁTT
ÞAÐ VERÐUR TEKIÐ HART Á ÞESSU Í ÞESSARI KEPPNI
Ef það eru einhverjar spurningar þá er ykkur velkomið að hringja í síma 847-3217, Jón Bjarni