Author Topic: SHELL kynnir nýtt 95okt V-POWER  (Read 2622 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
SHELL kynnir nýtt 95okt V-POWER
« on: June 24, 2010, 12:00:14 »
Shell V-Power 95 oktana er hágæða blýlaust bensín sem hefur verið þróað til að veita viðskiptavinum fjölmarga kosti og er bensínið eingöngu fáanlegt á bensínstöðvum Shell. Shell V-Power er þróað af sérfræðingum á rannsókna- og þróunarstofum Shell Global Solutions í Bretlandi og Þýskalandi. Bensínið er byggt á tækni sem kom fram í tæknisamvinnu Shell og keppnisliðs Ferrari í Formula One Shell V-Power hefur verið í boði með góðum árangri víða í Evrópu. Hér er jafnframt um að ræða mest tæknilega þróaða bensín sem Shell hefur nokkru sinni boðið á Íslandi.Eiginleikar og kostir Shell V-Power 

Shell V-Power er þróað til að veita viðskiptavinum fjölmarga kosti:

Shell V-Power inniheldur einstaka uppskrift Shell, svokallaða "Friction Modification Technology"  (FMT), sem er nákvæmlega sú sama og notuð er af liði Ferrari í Formula One á keppnistímabilinu 2010.  FMT er þróað til að draga úr núningi viðkvæmra vélarhluta með yfirborðsþekjandi efni.  Shell V-Power er þróað til að ná fram meiri afköstum frá fyrstu áfyllingu.   

Shell V-Power er þróað í þeim tilgangi að bæta snerpu véla frá fyrstu áfyllingu og hámarka afköst þeirra og viðbragð.  Með því að hreinsa þær agnir sem safnast hafa upp vegna notkunar á venjulegu bensíni getur Shell V-Power hjálpað til við að endurheimta bestu mögulegu afköst eldri véla.

Shell V-Power er sérstaklega þróað til að halda sogkerfi vélarinnar hreinu og bæta loft- og eldsneytisflæði inni í brunahólfið.   Þetta leiðir til betri bruna eldsneytisins sem getur aukið viðbragð vélarinnar.   
 

Shell V-Power er einstakt hágæða eldsneyti, sem er þróað með það að markmiðið að ná fram sem mestum afköstum vélarinnar, hverju sem þú ekur.   

Notkun Shell V-Power 

Shell V-Power hentar fyrir allar bensínvélar sem hannaðar eru fyrir 95 blýlaust bensín. Shell V-Power er þróað til að hjálpa til við að ná eftirfarandi kostum.

Aukið viðbragð.
Koma í veg fyrir að orka tapist vegna myndunar skaðlegra agna á ventlum og í eldsneytiskerfi og fjarlægja þær sem safnast hafa upp vegna notkunar á venjulegu bensíni.Hægt er að blanda Shell V-Power við annað blýlaust bensín. Hins vegar mælir Shell með reglulegri notkun Shell V-Power til að fullnýta eiginleikana.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas