Sælir, núna í janúar kom ég jeppanum mínum aftur á göturna eftir að hafa staðið inni í innkeyrslu síðan í júlí 06 og svo í fyrsta prufurúnt kom strax í ljós að það var ekki allt í lagi.
Hann hökktar stundum og það er eitthvað sem hljómar eins og undirlyftubank svo gefur maður í og þá hljómar þetta nánast eins og bongótromma svo þegar maður er kominn á ca 4000 snúninga hættir þetta í smá stund þangað til að maður keyrir rólega og heldur honum í ca 1000 - 15000 snúningum þá kemur það aftur...
Mér var sagt að þetta gæti verið stífluð undirlyfta þannig að ég prófaði svona hreinsivökva sem ég fekk úti á n1 og skifti um olíu en það breytti engu, svo er rosa týpiskt að cherokeeinn frá 86-91 er með einhverju renix tölvukerfi þannig að það er ekkert check engine ljós né neinir bilanakóðar á henni.
Hefur einhver hérna inni hugmynd um hvað gæti verið að ?
Þakka öll svor