Þetta er einhver Rover vél sem er í þessum bílum. Víst einhver gömul hönnun sem var í Rover 800 bílunum voru nú eitthvað til vandræða, en hérna er myndband sem sýnir beltaskipti á svona vél:
http://www.youtube.com/watch?v=2fFx8SPiTSc&feature=related
Ég get ekki betur séð en að hjólin séu með tvær holur hvort sem eru örlítið frá miðju. Þú bara stillir þeim upp þannig að það sé jafn langt milli holanna í báðum hjólunum og þannig að fjarlægðin milli þeirra sé sem minnst. Það er til eitthvað spes tól til að gera þetta, en ættir alveg að getta þetta án þess.
Skoðaðu myndbandið, hedd reimarnar að aftan eru aftast í myndbandinu, góð mynd sem sýnir hvernig tannhjólin eiga að vera þegar knastárarnir eru réttir er til dæmis á tímapunkti 6:17.
En gangi þér bara vel með þetta.