Kvartmílan > Evrópskt

Porsche 356 speedster Replica

(1/7) > >>

Speedy:
Sælir félagar. Ég er hérna með bíl sem að er Porsche 356 speedster Replica eða kitcar eins og einhverjir mindu vilja kalla þetta. Ég keypti þennan bíl af vini föður míns sem hafðir aftur keypt hann af Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndaleikstjóra. Jón S Halldórsson heitinn hafði flutt þennan bíl inn og smíðan þetta ofaná botn af bjöllu líklegast 1300 bjöllu.


 
 Svona leit bílinn út þegar ég eignaðist hann. Enn strax og ég keypti hann þá var ég ákveðinn í að skipta um lit á honum.


 Þessi mynd er tekin austur á hornafirði þar sem ég bjó sumarið 2005 og notaði bílinn þó nokkuð það sumarið og alltaf gaman þegar maður skrap hring niður á Höfn þá voru útlendingar að stopa mann til að fá að taka myndir af gripnum.

 
 
 Svona var mælaborði

 





 
 Hérna eru nokkrar myndir úr ferlinu...:)



 Eftir að ég var búinn að gera upp gömlu 1300 vélina mína í bílinn og breyta henni í 1600 þá ákvað ég það einn daginn að kaupa mér Subaru legacy outback og rífa hann eins og ég gerði til að fá lúmm og allt sem ég þurfti í þetta verkefni..

 



hérna er mótorinn kominn uppúr og hellingur eftir:)







 svona er mæla borðið núna ég ætla að breyta því og setja bara þrjá mæla í það.




 Hérna er Hallgrímur félagi minn að rista upp hurðuna því hún stóð langt út....





 Hérna er búið að trebba hurðina saman aftur og farin að falla nokkuð vel





búið að sparsla ofaná bílstjóra hurðina og svo ofaná boddýið farþegameginn til að fá þetta til að falla nokkuð vel. Og í dag er bíllinn klár í sprautunn.

 







 þá er Subaru EJ25 kominn á sinn stað læt þetta duga í bili ert að mönda rafkerfið í hann núna og ég reyni að vera duglegur að taka myndir og leyfa ykkur að fylgjast með framgan þessa verkefnis.

Kristján Skjóldal:
já þetta er senilega 1 sá flottasti svona kitt bill sem er hér á landi flott verk hjá þér =D> =D>

Jón Þór Bjarnason:
Virkilega flott.
Gaman að fá að fylgjast með þessum.

AlexanderH:
Er hann ekki helvíti léttur, svo hann kemst vel áfram með þessari vél?

Jón Þór Bjarnason:
Er ekki venjuleg bjalla kringum 800kg

Er eitthvað búið að vikta þennan?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version