Sæl öll,
Ég er hér með 351W sem vantar alla snerpu í. Þetta lýsir sér þannig að hún er sein upp á snúning og kokar stundum og sprengir stundum upp úr. Þetta er óbreyttur mótor. Kveikjan er 8° BTDC á ca. 1000RPM og 35° BTDC á ca. 4000 RPM.
Þetta er sennilega kveikjuvesen, er það ekki? Annað hvort tímaröndin á vitlausum stað á dampernum (það er búið að gera nýtt strik (eða skerpa það upp v. ryðs) og spurning er hvort það sé á réttum stað) eða knastás-sveifarás ekki rétt stillt saman (fæst um tönn/tennur). Einhverjar fleiri tilgátur? Hvað getur þetta verið?
Kv. Kristján Pétur