Já ok,ég hélt að þinn bíll væri með original vélinni og hásingu þannig að mér fannst þetta skrýtið með 10 bolta hásinguna.
Ég er ekki á landinu eins og er þannig að ég er ekki með það sem að ég var búinn að lista niður.
Það fylgdi þó slatti af dóti með bílnum og sumt nýtt,mest eða allt þéttingagúmmí,krómlistar og ýmsir smáhlutir.
Bætningastykkin í afturbrettin og spoilerar aftan og framan
Fyrir utan það var mest endurnýjun undir húddinu eins og sjá má á myndum.
Það vantaði framrúðuna en hana fékk ég nýja í Orku
Húddið er með honum og í fínu lagi en ég kem örugglega til með að skipta því út fyrir ss húdd
Það sem að vantar alveg og ég man í fljótu bragði er:
Bensíntank og fylgihluti,pústkerfi,framstuðara,alla spegla,innréttingar í hurðir og hliðar afturí,framsæti að stórum hluta eða alveg( þau eru blá sem að fylgdu ),krómmerkingar allar og eitthvað af höldum og tökkum,loftklæðningu og teppi,utan um bæði framljós (Það sem að fylgdi er nýtt af 68 bíl)
Svo að sjálfsögðu dekk og felgur
Listinn var orðinn langur hjá mér þannig að það er örugglega fullt sem að ég er að gleyma
En...þetta verður allt verslað í vetur
svo aftur,ef að einhver á eitthvað af þessi í lagi og til sölu á sanngjörnum prís þá er ég klár