það er byrjað með þennan mustang eins og þann gamla..
en jæja, þegar maður keyrir hann á 90-100kmh í langkeyrslu þá virðist vera eins og hann sé alltaf að skipta sér á milli gíra. nema hann virðist bara skipta sér um hálfan gír.. semsagt hann er í overdrive-inu og maður er bara að keyra. þá virðist hann hoppa á milli 1300sn og 1500snuninga..
helvíti unarlegt.. svo kveiknar stundum check engine ljósið og þá gengur hann hraðar. svo slökknar það bara aftur.
hvað er að angra kvikindið? ég veit að þetta er skynjara vesen með check engine ljósið. en ætli tölvan fyrir skiptinguna að vera fokka í mér eða hvað?
ég var að láta gera upp ljósrofan í gær. og ljósin eru komin í lag, en þá byrjar þetta?
ég þigg öll góð ráð.
mbk Fannar
Þú getur tékkað á lokköppinu með því að keyrann hraðar, á lokaðri braut að sjálfsögðu og undir eftirliti prófessjonala. Ef hann hángir í því á meiri snúning þá er það vonandi vísir á að það sé í lagi.
Ég held þú þurfir einfaldlega að vera annað hvort á meiri hraða eða á minna lódi til að hann hángi í óverdrævinu.
Ég kynntist nýjum explorer sem lét svona, drifhæðin og óverdræv gírinn voru í þannig hlutföllum að hann vildi ekki óverdrævið nema nema svolítið yfir þjóðvegahraða
. nema á litlu lódi einsog niður brekkur...
er þetta ekki kjörin afsökun fyrir aðeins lægra drif? 3.90 eða 4.10? itsa vinn vinn sitjúeision