Author Topic: Kvartmílutækið í dag er þessi  (Read 27591 times)

Offline js

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #40 on: June 29, 2009, 18:36:20 »
 Harry og Friðbjörn voru með þennan.Djöö er vaninn flottur,væri til í einn svona.Koma svo strákar,halda umræðunni áfram

 KV:Jón Sig.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #41 on: July 21, 2009, 21:46:51 »
Eigum við ekki að halda áfram hér??? :roll:


Geir Harrysson #805

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #42 on: July 21, 2009, 22:45:14 »
Er þetta ekki hún fyrir breytingar?

























Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #43 on: July 22, 2009, 17:35:15 »
Já nú erum við að tala saman!!!

eitt það sorglegasta sem gerst hefur á þessu skeri var þegar þessum var hent
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Jón Geir Eysteinsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 187
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #44 on: July 22, 2009, 20:06:48 »
Flottastur þegar hann er hvítur......bara minn túkall

Hvað átti þessi bíll annars best á Kvartmílubrautinni....?
1970 Plymouth Hemicuda

1971 Plymouth cuda340

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #45 on: July 22, 2009, 20:53:09 »
var það ekki bara svona mopar tími 10, eitthvað :D :D :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline #1989

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #46 on: July 22, 2009, 21:47:23 »
Vona að þið kvartmílingar hættið að nota bíl boddy í þessi trillitæki og farið að smíða þetta frá grunni eins og ætti að gera svona tæki, en eftirsjáin verður auðvitað meyri því lengra sem frá lýður, einusinni var til nóg af svona köggum um allar sveitir og engin eftirsjá, en hugsið ykkur bara ef..... Kv. Siggi
Sigurður Sigurðsson

Offline Jón Geir Eysteinsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 187
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #47 on: July 22, 2009, 23:08:17 »
var það ekki bara svona mopar tími 10, eitthvað :D :D :D

Samt bara nokkuð gott... 10 eitthvað með 318 cid sem stock... :mrgreen:
1970 Plymouth Hemicuda

1971 Plymouth cuda340

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #48 on: July 22, 2009, 23:20:11 »
Vona að þið kvartmílingar hættið að nota bíl boddy í þessi trillitæki og farið að smíða þetta frá grunni eins og ætti að gera svona tæki, en eftirsjáin verður auðvitað meyri því lengra sem frá lýður, einusinni var til nóg af svona köggum um allar sveitir og engin eftirsjá, en hugsið ykkur bara ef..... Kv. Siggi

Say what ?

Hvernig ætlarðu að smíða svona Duster eða Camaro, Mustang eða hvaða bíl sem er frá grunni ? Það verður að nota boddí til að byrja  ](*,)
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #49 on: July 22, 2009, 23:23:26 »
Vona að þið kvartmílingar hættið að nota bíl boddy í þessi trillitæki og farið að smíða þetta frá grunni eins og ætti að gera svona tæki, en eftirsjáin verður auðvitað meyri því lengra sem frá lýður, einusinni var til nóg af svona köggum um allar sveitir og engin eftirsjá, en hugsið ykkur bara ef..... Kv. Siggi

Vertu úti :-#
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #50 on: July 23, 2009, 12:00:04 »
Hæ.
  Ég er höfundur að þessu tæki, sem var EVA II eftir að Barracudan framdi sjálfsmorð í hrauninu.  Vorum með sömu vél og skiftingu. og var í Cudunni.

EVA stóð upphaflega fyrir Eyþór Valur Ármann sem var "gengið" í þessum tilraunum..

  Athugið að þetta er smíðað 198? og einu fyrirmyndirnar sem maður hafði var úr HotRod blöðum,  það voru engr teikningar eða spjallrásir til að fara inná svo allt var gert af okkur og við þurftum að finna upp allskonar hjól.  Td. hvernig maður smíðar hurð úr plasti ytra og innra byrði og setur það saman.. létt en samt það sterkt að þær fari ekki af í 3 gír....  náðum hurðum t.d. það léttum að maður hélt á hurðinni með þumal og vísifingri með því að halda um efsta part á "rúðunni" (engir listar) og þetta var með læsingum og lömum. 
Framfjöðrunin var samsett úr einhverjum Peugot dempurum og gormar undan tjaldvagni (smíðuðum "Tool" til að mæla gorma ) Ford Cortina stýrisvél.   Allar bremsur voru skálar 2,5" X 11" undan Polora pramma. og það var aldrei bremsuproblem á þessum bíl..

Skelin var tekin og "skræld" úr henni öll tvöföldun skafin úr (nokkur kvöld með loftmeitil og slípirokk.)  steyptum sjálfir framstæðu með stuðara og húddi. svo skottlok. og náttúrlega hurðirnar,   öll innri klæðning var smíðuð úr áli og gerðum það allt sjálfir, nema ég fékk einhvern höfðingja til að valsa afturskálarnar og "lásinn" í innri hliðarnar á þeim.

Ég man nú ekki töluna en mig minnir að það hafi farið á annað þúsund hnoð í "álvinnuna" og passað var að rillur pössuðu saman gólf./hjólskálar/skott. þannig að þetta var allt í stíl...

   Vélin var 446 "big" block mopar með járn heddum og innspýtingu af einhverjum 64-65 nascar (eða hringaksturs) bíl og hún virkaði ágætlega  það var 11,2 þjappa mech. knastur (engar rúllur) og heimasmíðað olíukerfi. (10 l´trar með fullt af hurðum skvettihlífum og "swinging" pickup, sem var handfang af bensinstöðvar bensíndælu.) hefðum viljað ná meiri þjöppu en ein "sveifin" var "ásoðin" og það var aðein meiri slaglengd á henni en hinum og eitt stimplapar stóð því aðeins ofar en hinir.. 
 
Skiftingin var með Man ventlaboddý og 9" converter.  4,88 hlutfall spool og 35 rillu öxlar.

  Bíllinn sjálfur var mjög léttur rétt losaði tonn með þessum járnklump og 727 skiftingu (ekki létt)  fjöðrunin var æðisleg og billinn mjög ljúfur að keyra, sérstaklega í sandi þar sem hann leið áfram einsog "töfrateppi"

    Ég sjálfur gerði hroðaleg mistök þegar ég verslaði slikkana, átti pantaða slikka sem áttu að vera fyrir þetta tæki en þegar kom að því að ég færi heim, (var að vinna hjá MOTION  á Long Island) vöru slikkarnir ekki komnir og ekki von á þeim þannig að ég fór í listann og fann aðra að svipaðri stærð og tók þá..  eftir MJÖG mörg stört uppá braut búið að prufa næstum allar stillingar á 4 linkinu og framhæð stopparar etc.  hringdi ég í Goodyear kallin og sagði farir mína ekki sléttar.  "ertu með Lenco.?"  nei..  "ertu með steypt start.?"   nei..   "þá færðu þessa slikka aldrei til að grípa"
  Ekki voru til aurar fyrir öðrum slikkum og því náðist aldrei gott grip. 

   Besti tími í keppni var 9,98 en var mjög steddý 10,15-10,20.  náðum 9,81 á æfingu einu sinni en svo var síðasta keppnin aldrei haldin (Ringdi út þetta haust.)    Náðum 4,24 í sandi.   og vorum nokkuð ánægði með það...metið stóð í nokkur ár..

Þetta var nú með þessum bracket mótor og flugvéla bensín, ekkert NOS. og ekkert Transbrake. "Ónýt braut" og alles....

Kveðja.
Valur Vífilss. bílasmiður. 
     
     
« Last Edit: July 23, 2009, 13:14:57 by eva racing »
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #51 on: July 23, 2009, 15:01:23 »
já þetta var töfragræja og flottur gaman af þessu =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #52 on: July 23, 2009, 17:51:13 »
Takk fyrir fræðsluna Valur bílsmiður  =D>

Þetta hljómar einsog svolítið alvöru smíði, '80s dúittjorself smíði frá því áður en allt fékkst keypt í kittum
og rétt um tonn með stál BBM.


Sorglegt að bílnum var hent eftir að ég byrjaði að leita að honum til kaups en rétt áður en ég fann hann..
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #53 on: July 24, 2009, 11:37:10 »
Hæ.

   það var eiginlega allt í þessum bíl "hjemmelavet" festingar, lamir, prjóngrind, bensíntankur afturí (Trabant) og dæla framí með "daghylki" sem var smíðaður tankur með einu H0lley floti til að passa yfirfallið.(ætluðum að hafa klósettkassaloka en hann var þyngri.)
Smíðaði 3 sett af hurðalömum áður en ég var hamingjusamur.
4 link að aftan með Watts link. Kostaði nokkur mát og tilraunir áður en það fjaðraði einsog við vildum.
Allir rafmagnsvírar voru lagðir hlið við hlið svo að ef einn "brynni" þá tæki hann ekki allt "loomið" með sér.... 
 Þetta var mjög skemmtilegur tími, og var fyrir bjórsöluleyfið og gekk því fínt áfram... Tekur hver sem vill he he.

Ég held að forskotið sem menn hafa í dag t.d. af internetinu er líka dragbítur, því menn eru oftar á "netinu" og minna í skúrnum að pæla hvernig get ég leyst þetta problem eða smíðað þetta (oft betra, léttara, ódýrara en aðkeyft "kitt")  fyrir mér eru kitt bílar oft ósköp snyrtilegir en þeir eru "samsettir" ekki "smíðaðir" þannig að það vantar oft bæði hugvit og hagleik...

gott í bili.
Valur Vífilss Hönnuður.... 
   
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #54 on: July 24, 2009, 13:05:35 »
Já það er mjög gaman að skoða svona bíla þar sem að allt er sérsmíðað.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #55 on: January 14, 2010, 09:41:13 »
jæja er ekki gott að halda áfram þessum þræði :idea: er td næst krippann hans Dadda númer 1 :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Rúnar M

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« Reply #56 on: January 16, 2010, 16:13:09 »
Þessi Barracuda sem varð öll í Hafnafjarðahrauni á sínum tíma (valt á brautinni) ...............held að ég viti hver átti þennan bíl áður en honum var breytt fyrir kvartmílu.  Veit einhver númeraferil þessa bíls??????