Author Topic: Upplýsingar varðandi framkvæmdirnar á kvartmílubrautinni  (Read 3211 times)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Nú eru framkvæmdir við malbikun og breikkun að guardrail út 1/8 á brautinni okkar hafnar.
Planið er að þessum framkvæmdum verði lokið um miðjann maí.
Kvartmíluklúbburinn kemur til með að standa undir kostnaðinum af þessum framkvæmdum að öllu leiti.
En svo er von á að Hafnarfjarðarbær leggi fram mótframlag einhverntímann í framtíðinni eins og þeir eiga að gera en eins og vitað er þá er það ekki mögulegt í dag á þessum síðustu og verstu.
Þessar framkvæmdir kosta okkur 9,5 milljónir og það eru til c.a. 4,5 hjá okkur í dag.
Ofan á þetta kemur svo að það kostar á bilinu 0,5 - 1 milljón að reka klúbbinn í ár , sem er þá viðhald, trackbite ofl tilfallandi.
Vonandi þá gengur sýningin jafn vel eða betur heldur en í fyrra og vonandi þá fáum við meira í kassann frá áhorfendum en við gerðum í fyrra þar sem að landinn verður pottþétt meira á klakanum í sumar osfv en þetta er allt mikið undir okkur í klúbbnum komið að þetta gangi allt vel.
Einnig þá er verið að vinna í að finna leiðir til að malbika litla kaflann frá malbikinu að klúbbhúsinu og upp að braut, það eru góðir menn innan klúbbsins að vinna í fjáröflunarleiðum með okkur fyrir þessa viðbót sem í rauninni er ekki til fyrir, og ég kem til með að setja inn meiri upplýsingar um þennann kafla núna á næstu tvemur dögum. Einnig vil ég taka fram að  öll aðstoð við þetta er mjög vel þegin.

En eins og sjá má þá kemur alveg örugglega til með að vanta þó nokkuð upp á fjármögnun á þessum framkvæmdum.
Og þess vegna þá eru allar hugmyndir eða aðstoð við fjáröflun mjög vel þegnar.

Svo núna á næstunni þá er planið að fá umfjöllun um þessar framkvæmdir okkar í fjölmiðlum.

Ég vona að þetta varpi góðu ljósi á stöðuna á framkvæmdunum og fjármögnuninni á þeim

Baráttukveðjur fyrir hönd stjórnar
Guðmundur Þór Jóhannsson
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Upplýsingar varðandi framkvæmdirnar á kvartmílubrautinni
« Reply #1 on: April 21, 2009, 17:56:44 »
Það miðar ágætlega í að fá aðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ við malbikun á litla kaflanum sem vantar upp á frá veginum og inn á brautina, ekkert 100% ákveðið enþá en allavega góðar blikur í lofti með það ;)

Við viljum þakka Ingó mikið fyrir aðstoðina við þetta og vonandi gengur þetta allt í gegn hjá okkur

Fyrir hönd stjórnar
Guðmundur Þór Jóhannsson
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)