Author Topic: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi  (Read 4919 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« on: February 28, 2009, 23:03:37 »
Sæl veriði

Hér fyrir neðan eru opinber úrslit út 1. "kvartmílukeppninni sem haldin var hérlendis. Þessi keppni fór fram sunnudaginn 6. febrúar 1966 á Reykjavíkurflugvelli.  Ósagt skal látið hvort rétt er haft eftir með vegalengdina (350 m.). Málið er að mér finnst þetta mjög merkilegt framtak. Ef einhver er málkunnugur ökuþórunum eða stjórnarmönnum BKR sem nefndir eru þá væri væri nú rétt að fá punkta frá þessum frumkvöðlum og koma þeim á framfæri við okkur sem höfum gaman af sagnfræði íslensks kappaksturs.

Góðar stundir

Err

PS: Látið ykkur ekki detta í hug að hæðast að tímunum.

-------------------

Á sunnudaginn ráku vegfarendur á Hringbraut upp stór augu, því bílar þutu á ofsahraða fram og aftur um flugbrautina sem liggur í átt til Miklatorgs. Þarna hafði safnazt saman stór hópur manna, sem horfði á kappakstur hjá „Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur."  Þarna fór fram svokallað „Dragrace",eða keppni í að koma bílunum á mikla ferð á stuttri vega lengd, aðeins 350 metrum. í Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur eru aðallega ungir menn, sem vilja efla bifreiðasport á landinu og draga jafnframt úr óleyfilegum kappakstri á götum úti: Þeir fengu lánaða ónotaða flugbraut með leyfi flugvallarstjóra og stigu þar benzínið í botn, án neinnar áhættu fyrir umhverfið eða sjálfan sig. Þeir áætla að halda slíka keppni oftar á þessu ári.

Úrslit í keppninni í gær urðu þessi:

1. Kári Guðmundsson, Ford '56

v-8 vél, 300 hestafla: 3 ferðir, 15

sek, 14.7 sek. og 14.5 sek.

2. Ásgeir Þorvaldsson, Ford '59,

v-8. vél, 300 hestafla: 3 ferðir, 15.1

sek ,15 sek. og 14.7 sek.

• 4 •Óli Asgeirsson, Ford '56 v-8

vél 202 hestafla: 3 ferðir, 15.4 sek.

15 sek. og 15 sek.

4. Snorri Loftsson, Ford Cortina

GT, 4 cyL v-8 vél, 83 hestafla: 3

ferðir 15.5 sek., 15 sek. og 15.6 sek.

5. Sverrir Þóroddsson, Mercedes

Benz 220 SE: 1 ferð 15 sek.



Veg og vanda af keppni þessari hafði Sverrir Þóroddsson, eini kappakstursmaður landsins, ásamt stjórn B.K.R., en hana skipa m.a.Kristján Helgason formaður, Páll Gunnarsson gjaldkeri og Ásgeir Þorvaldsson ritari.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #1 on: February 28, 2009, 23:20:18 »
haha gaman að þessu   8-)
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Brynjar Nova

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.280
    • View Profile
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #2 on: March 01, 2009, 00:01:49 »
Flott  8-)
takk fyrir þetta  =D>
Brynjar Nova Íslandsmeistari í Sandspyrnu 2011 Fólksbílar 70 Nova
Besti tími, 5,82
Chevrolet Nova 1970 SS clone Blár
Chevrolet Nova 1970 SS orange
Chevrolet Nova 1973 rauður
Chevrolet Nova 1974 Grænn
Chevrolet Nova 1978 (seldur)
1971 Nova (seld)

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #3 on: March 01, 2009, 00:48:24 »
 =D>

Það er mjög mikilvægt að þetta gleymist ekki!

1966,Vá er eiginlega orðlaus,segir mikið til um lítinn áhuga á íslensku mótorsporti og uppbyggingu þess af stjórnvöldum!
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #4 on: March 01, 2009, 09:01:14 »
finnst fínn tími þó þetta eru bara 350 metrar
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #5 on: March 01, 2009, 12:36:44 »
=D>

Það er mjög mikilvægt að þetta gleymist ekki!

1966,Vá er eiginlega orðlaus,segir mikið til um lítinn áhuga á íslensku mótorsporti og uppbyggingu þess af stjórnvöldum!

 :lol:
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #6 on: March 01, 2009, 20:03:51 »
Þetta hefur verið spennandi keppni, allir á mjög svipuðum tímum.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Ztebbsterinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 424
    • View Profile
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #7 on: December 29, 2009, 17:29:35 »
Ætli að það leynist ekki myndir af þessum atburði í einhverri skúffu?

Gaman væri að sjá þær  :)
~~~~~~~~~~~~~
Delorean DMC "81
MB. 230C "80
MB. 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~
Stefán Örn Stefánsson

Offline Lolli DSM

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 176
    • View Profile
Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
« Reply #8 on: December 30, 2009, 01:57:57 »
Magnað! Þetta hefur verið rosa keppni
Þórður Birgisson a.k.a. Lolli

Mitsubishi Eclipse GSX 1990

9.65@148mph Best trap 150mph! Ethanol + Avgas blanda 50%
10.65@129.6 á 100oct dælubensín