ein spurnig með stjórn klúbbsins...
ég var að reyna að lesa mér til um þetta og af því sem mér skylst er stjórin kosin til tveggja ára, annar helmingur þetta árið og hinn árið á undan/eftir.
3. 1. Stjórnarmeðlimir skulu kosnir til tveggja ára í senn, en stjórnarkosning fari fram árlega. Annað árið skal kjósa formann, ritara,einn meðstjórnanda og einn varamann. Hitt árið skal kjósa varaformann, gjaldkera, upplýsingafulltrúa, einn meðstjórnanda og einn varamann.
Hvaða stjórnarstörf verða þá á lausu á þessum aðalfundi..
Ég man þetta ekki alveg í augnablikinu en held að það sé svona.
Varaformann, gjaldkera, upplýsingafulltrúa, einn meðstjórnanda og einn varamann. Svo er það ritari líka og verður hans kosning þá bara til eins árs.
Hvað hefurðu fyrir þér í því að viðgerðin sem var gerð fyrir hva einum 8 árum síðan ef ég man rétt sé orsökin fyrir ástandi startsins?
Þetta virkaði rosalega vel þegar þetta var gert,það muna allir sem voru að keppa þá.
Ástand startsins er búinn að vera aðalþrætuefni ákveðinna manna síðan ég gekk í kvartmíluklúbbinn árið 2004. Þannig þessi viðgerð hefur þá verið gerð árið 2001 og því bara dugað árin 2001- 2003 og finnst mér frekar léleg ending. Nú 8 árum síðar er ekki fræðilegur möguleiki að láta laga startið fyrir einhverjar kr 300.000.- þar sem allt verðlag fer víst upp á við í þessum heimi sem við búum í. Nánar verð gefinn upp á aðalfundi.
Það voru til peningar fyrir track græjunni,hún kostaði um 500þús á þeim tíma fyrir utan flutning og tolla,
það var bara ákveðið að geyma peningana.
Í öðrum þræði sagðirðu að track græjan hefði kostað 1.5 milljón en ert núna búinn að lækka þig um 1 milljón ég er hættur að skilja þig.
Ég skil ekki hvers vegna þið viljið ekki hafa reglulega svona fundi með keppendum,kannski einu
sinni í mánuði og fara þar yfir stöðuna,ég held að það myndi gera mikið.
Ég fór á þrjá fundi og þar voru örfáar hræður og í eitt skipti var Auðunn á svæðinu.
Kannski hefur þetta breyst svona mikið.
Ég er alveg sammála þér og öðrum að það er ágætt að halda fundi með
félagsmönnum um það sem er að gerast hjá Kvartmíluklúbbnum annað slagið bara verst að þú ert hjá BA.
Grétar hefði getað æft sig 300 ferðir það hefði engu breytt,brautin ber aldrei svona tæki í því ástandi sem hún
er.
Þess þá heldur hefði maðurinn átt að passa sig en ekki gera það sem hann gerði. Þess vegna segi ég og fleiri að þetta voru ökumannsmistök.
Það er undarlegt að setja menn með 300 milljónir í vasanum bara á hold af því að bærinn vill ekkert gera,
það hefði átt að gera stórmál úr þessu þegar þetta stóð sem hæðst,kannski var það gert ég veit það ekki.
Þessir aðilar vildu ekki að það væri háfaði í kringum þetta fyrr en bærinn væri kominn með allt sitt á hreinu. Það þarf að fara mjög varlega í svona mál en því miður þá eru nokkrir sem hafa ekki hugmynd hvernig svona samningar ganga fyrir sig og ættu því að segja minnst. Rétt fyrir hrun þá voru þessir aðilar ennþá tilbúnir í þennan pakka en Hafnarfjarðarbær er ennþá ekki búinn að gera það sem þeir sögðust ætla að gera og ættir þú og fleiri að vera búnir að sjá það fyrir löngu. Það er ekki hægt að koma bara með vinnuvélar og byrja að moka því það þarf að fá leyfi fyrir hverjum steini sem er velt.
Það er engin kreppa hjá Þórði miðað við framkvæmdirnar hjá honum og allir sem hafa rætt við Þórð
vita alveg hans skoðun á þessu.Og hann hefur margsinnis orðað þetta við mig ofl.
Ekki er ég að rengja þig í sambandi við þetta en annað hefur verið sagt við mig af þessum mæta manni og ég sagði aldrei að það hefði komið kreppa hjá þórði heldur sagði ég að
Ég held með fullri virðingu fyrir Þórði að hann sé ekki búinn að fá upp í kok á þessu heldur er hann annaðhvort búinn eða er að selja öll tæki úr landi eftir því sem ég hef í hendi. Það skall á kreppa.
Þarna sést best að ég sagði aldrei að það hefði skollið á kreppa hjá Þórði. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann vissi alveg fyrirætlanir stjórnar með nýtt malbik fyrir komandi tímabil.
Mér finnst bara asnalegt að vera með tilvitnanir á milli vefsíðna svo ég svara Fiero frömuðnum bara hér það er miklu vinalegra
Er þá ekki líka miklu betra að tala um það sem viðkemur stjórn og allar fyrirspurnir til stjórnar á kvartmíluspjallinu.
Frekari upplýsingar verða veittar skuldlausum félagsmönnum á aðalfundi Kvartmíluklúbbsins 7. Febrúar í klúbbhúsi kvartmíluklúbbsins klukkan 14:00
Dagskrá aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra.
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar og bókhald lagt fram af gjaldkera.
4. Tilnefning í stjórn.
5. Kosning stjórnar
6. Uppbygging og viðhald kvartmílubrautar.
7. Önnur mál.