Ég er nú sammála því að það kaupir hann enginn á 4.5 því þarna á aðeins að standa Tilboð.
Jújú hann var flottur í mazda litnum en það var bara á yfirborðinu og ekkert sem mér var sagt við kaupin stóðst, dónorbíllinn átti að vera mustang 68 sem var svo bara lygi og hann var verr farinn eftir tjónið en leit út í fyrstu.
Breyti honum aftur segiru,þegar við rífum hann þá kemur í ljós að hann var pússlaður saman úr pörtum frá hinum og þessum ruslahaugum og ekkert frá mustang og ekkert var eins vinstri og hægri, meira segja voru partar frá lödu, hann hefði átt að heita Ford Lada og það er meira af mustang dóti í honum núna en hefur verið lengi.
Það er auðvelt að dæma út frá útlitinu en menn sem hafa vit skoða hvað er á bakvið líka.
Sá dökkgrái er einhver sá allra fallegast bíll sem hefur komið hér til lands og eru margir fallegir bílar hér.
Þessi 65 er flottur og ljósin fara honum vel. Leitt að hafa ekki geta skoðað hann betur á síðasta fundi vegna snjókomu.