Author Topic: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!  (Read 2922 times)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
« on: September 12, 2008, 16:58:22 »
Maður nokkur þurfti að komast á karlaklósettið, en það var upptekið.
Kona, sem þarna var stödd, tók eftir því að maðurinn gekk með
stuttum skrefum og var með örvæntingarsvip á andlitinu.
'Herra minn,' sagði hún, 'kvennaklósettið er laust og þú mátt nota
það ef þú lofar að snerta engan takkanna sem eru á veggnum'.
Maðurinn var alveg kominn í spreng og tilbúinn að lofa hverju sem
var til að leysa málið.

Þar sem hann sat - og leið nú svo miklu betur - fór hann að horfa
á takkana sem hann hafði lofað að snerta ekki.
Það voru 3 hvítir takkar merktir VV, HL og PP og svo var einn
rauður sem merktur var STT.
Hver myndi svosem vita það þó hann snerti þessa takka?

Hann stóðst ekki freistinguna.
Fyrst ýtti hann á VV. Volgt vatn úðaði mjúklega undirvagninn.
Manninum leið voða vel. Svona lúxus var sko ekki á karlaklósettum.
Í von um áframhaldandi sælu ýtti hann á HL takkann.
Hlýtt loft lék nú um neðri hæðina, honum til ómældrar ánægju.
Nú gat ekkert stoppað manninn.
Hann ýtti á takkann merktan PP og nú birtist púðurkvasti sem
púðraði allt fíniríið. Þvílíkur unaður!
Maðurinn gat varla beðið eftir því að ýta á rauða takkann.
Hann hafði grun um að þar væri ekkert minna en alsælan. -------


Hann vissi að hann var á spítala strax og hann opnaði augun.
Hjúkrunarkona var yfir honum, með glott á andlitinu.
'Hvað skeði? Af hverju er ég hérna? Það síðasta sem ég man er
að ég var á kvennaklósetti!'
'Þú ýttir á einum of marga takka' svaraði hjúkrunarkonan brosandi.
'Rauði takkinn, sem merktur er STT, er sjálfvirkur
túr-tappatogari.
Tippið af þér er undir koddanum þínum'

Minni á að það getur verið sárt að hlusta ekki á konur :smt047
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
« Reply #1 on: September 12, 2008, 19:09:41 »
GÓÐ Hera
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Camaro-Girl

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 445
    • View Profile
Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
« Reply #2 on: September 12, 2008, 21:37:02 »
hahahahaha
Tanja íris Vestmann

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
« Reply #3 on: September 12, 2008, 22:11:29 »
ouch

Offline jón ásgeir

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
« Reply #4 on: September 13, 2008, 10:07:31 »
ha ha algjör snilld :lol:
Jón Ásgeir Harðarson
1996 Ford Mustang GT 4,6 (í notkun)
1966 ford Mustang (í uppgerð)

Offline bluetrash

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 501
  • .........AND ON THE 8TH DAY GOD CREATED RED NECK'S
    • View Profile
Re: Brandari...ekki fyrir viðkvæma karlmenn!
« Reply #5 on: September 14, 2008, 08:50:41 »
Þessi er frábær en ég viðurkenni að ég klemmdi saman lappirnar þegar ég las endann...