Já ég sagði Appelsínugulrauður, Ég var að rifja upp gamla sögu, ég man eftir manni sem heitir Garðar, var oft kallaður Gæi, voðalegur bílagrúskari og bjó lengi vel á suðurnesjum. Hann eignaðist eitt sinn eitt stk gamlan amerískan eðalkagga sem var grafinn upp úr einhverjum móa eða sveit eftir að hafa staðið þar svolitla stund. Nema hvað að hann endursmíðaði bifreið þessa algerlega frá grunni nánast, og gerði úr þennan fína kagga sem var í þessum ekta gullfallega kaggalit svona appelsínugulur en samt svo rauður eitthvað, gljáandi fínn allavega og hann vann einhver verðlaun veit ég fyrir fallegt smíðað ökutæki og fleira held ég. það leiðinlega við þessa sögu er að ég veit ekkert um tegund bifreiðarinnar, árgerð eða hvenær endursmíðin fór fram. Hinsvegar veit ég að Garðar (Gæi) átti tvöfaldan bílskúr með gryfju hægra megin, staðsettan í miðbæ Keflavíkur og var þessi bílskúr almenn snyrtilegur og mikið notaður. Og Garðar þessi tók þátt í Kvartmílunni og fleiru slíkum greinum, jafnvel á öðrum bílum. Ég veit að þetta er langsótt en einhver þarna úti á klakanum sem kannast við þessa sögu eða svipaða og vildi mögulega deila með mér og öðrum?
Myndir og aðrar hugdettur.