Author Topic: Tjónabílar  (Read 4645 times)

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tjónabílar
« on: August 01, 2008, 02:39:17 »
Ég keypti bílum daginn sem er "skráður" tjónabílla eftir árekstur þ.e.Tjónabíll I

Tjónabíll 1 er þegar bíll skemmist í árekstri og Lögreglan klippir af bílnum vegna þess að hann er ekki ökuhæfur
Í Þessu tilviki brotnaði afturöxull,eigandinn hefur síðan 15daga til að gera ath semd vegna þess,ef hann gerir hana ekki þá er bílinn skráður Tjónabíll.....

Bílinn var ekki í kaskó svo það var aldrei farið með hann í tryggingafélag til að meta hann,engar upplýsingar um þennan árekstur nema skýrsla lögreglu og svo ég viti engar myndir af þessu heldur

Hafði samband við Umferðarstofu og þeir neita að fjarlægja skráninguna Tjónabíll af bílnum,lét þá senda mér það skrifllega svo ég gæti kært þetta

Hefur e-h lent í svona veseni,hvernig á að snúa sér í þessu?
Nenni ekki að eyða tíma í að þvarga við þá,er lögfræðingur eina lausnin eða er hægt að hnekkja þessu með bréfaskriftum?
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: Tjónabílar
« Reply #1 on: August 01, 2008, 10:20:32 »
Það er möguleiki á að þú þurfir að láta tjónaskoða bílinn hjá verkstæði sem er viðurkennt og fá skýrslu,til að byrja með,það er það eina sem ég get ráðlagt þér sem fyrsta skref
Kveðja Halldór
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline Bjarni Ben

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Re: Tjónabílar
« Reply #2 on: August 01, 2008, 21:57:33 »
Ég hugsa að með þetta gildi það sama og ef þú flytur inn bíl sem er skráður Tjónabíll, að ef þú lætur ekki skoða hann og votta sem "aftjónaðan" strax innan hálfs mánaðar, eins og þú segir að þetta sé ef þú lendir í tjóni hér, þá þarftu að láta skoða hann hjá skoðunarstöð og fara í mikið vesen. Ef ég man þetta rétt þá gagnast lögfræðingur þér lítið og síst þá að kæra, það gilda ákveðnar reglur um hvað þú þarft að gera til að aftjóna bílinn og það verður að uppfylla þær til að þetta gangi. Það hlýtur að vera einhver sérfæðingur uppí umferðarstofu sem er með þetta á hreinu, nema þá þú þekkir einhvern sem hefur verið að flytja inn tjónabíla, þá gæti verið gagnlegt að spyrja þann

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Tjónabílar
« Reply #3 on: August 02, 2008, 11:24:59 »
Takk Halldór

Ég veit ekki hvernig þetta er með innflutning og það er allt annað mál en skoðunarstöðvarnar þurfa að fá Burðarvirkisvottun og Mælingarpróf til að meiga skoða tjónabíla til að senda í umferðina,en US þarf að breyta skráningunni hjá sér fyrst

Ég á ekki að þurfa að sætta mig við að Löggan geti dæmt bíla sem Tjónabíla þegar ekkert er að þeim,hún hefur enga lagalega heimild til þess sem og að vinnureglur Umferðarstöfu eru ekki lög,í bréfunu vísa þeir ekki í neinar reglugerðir nema þessa innanhús reglu 15dagar

þessi 15daga "regla" er það sem þetta snýst um því þeir hafa ekkert í höndunum um hvað sé að bílnum og þessvegna eiga þeir ekki að geta synjað mér um þetta,það skortir allt hjá þeim til að réttlæta það,sönnunarbyrgðin er hjá þeim en ekki mér

Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline hr.annar

  • In the pit
  • **
  • Posts: 51
    • View Profile
Re: Tjónabílar
« Reply #4 on: August 04, 2008, 22:15:18 »
ég er alveg sammála því að lögreglan eigi ekki að geta skráð bíl sem tjónabíl annars ætti sá og hinn sami löggi að geta gefið út burðarvirkisvottorð hann þegar búið er að laga hann!
en endilega reyndu að berjast í þessu ef þú mögulega nennir

ps
skítt með kerfið
besti bíll í heimi?  líklega sá sem flestir hafa keypt í gegnum tíðinna Volkswagen type 1