Mynd 1.Hvíti Camaroinn er búinn að standa uppi á þessum gám hjá B.Á. í nokkur ár, í rifi.
Þennan svarta/bláa þekki ég ekki en gæti verið bíllinn sem lenti í klessu á Ljósanótt 2006, minnir að Biggi hafi rifið hann.
Rauði Firebirdinn gæti verið OY-081, sem er Formula sem lenti á brúar/bryggjustólpa í hitt eð fyrra, held að hann hafi verið rifinn.
Mynd 2.Veit ekki hvaða ´77-´78 Firebird þetta er (mjög líklega Firebird, engin göt fyrir spoiler á afturbrettum eða skottloki) en sá hann þarna um daginn. Gaman ef einhver skildi vita meira um hann.
Mynd 3Corvetta sem var flutt inn í fyrra, held að hún hafi verið til sölu fyrir nokkru en greinilega lent í einhverju.
Mynd 4.Djöfull fallegur Camaro sem lenti í einhverju smátjóni á Selfossi fyrr í sumar stuttu eftir sýningu B&S, án efa einn sá fallegasti á landinu!
Annars er nú held ég ekkert rosalega vinsælt að pósta inn myndum af bílum sem eru tjónaðir í óþökk eiganda, ég yrði amk. ekki mjög sáttur.