Þessi Charger hefur ekki staðið inni síðustu 3-4 vetur. Ég keyrði einu sinni í viku framhjá Suðurbrúninni á Flúðum í nokkur ár og alltaf stór hann fyrir framan skúrinn, þangað til snemma árs 2008 þá var hann færður.
Mér er alveg sama hvað mönnum finnst, en mér finnst alveg ömurlega illa staðið að varðveislu þessa bíls, það munaði ekki nema 3 dögum á því að Þórir seldi pabba þínum bílinn og að ég hefði keypt hann, var búinn að semja verð við Þóri og allt, hann væri amk. ekki svona illa farinn í dag. Það er samt vel hægt að laga hann og ég vona að kallinn sjái nú að sér og lagi bílinn á komandi árum, ef ekki þá að hann selji hann einhvert á góðan stað þar sem hann yrði tekinn í gegn. Ég veit að ég myndi ekki hika við að stökkva á tækifærið.