Við vorum 9 stk hressir karlar á vinnudegi á kvartmílubrautinni á laugardaginn.
Gardrail var lengt fram að 1/8 og fært aðeins aftar. Einnig var sett búr utan um ræsi.
Klárað var að slétta úr mold hægra megin við braut á ýtunni.
Einnig vorum við með gröfu og stóran trailer sem var nýttur í tiltekt og að snyrta.
Við settum mold alveg upp að palli á félagshúsinu okkar.
Það sem á eftir að gera er að klára að 2 falda gardrail
Setja klásetthurðarnar upp og taka til í félagshúsi.
Þegar þetta er búið þá ætti að vera hægt að keyra.
Auglýsum væntanlega vinnudag núna í vikunni svo við getum reynt að keyra í vikulok.
P.S. Ég vil þakka öllum sem komu og hjálpuðu okkur.
Einnig vil ég þakka stjórnarmönnum sem hafa verið að vinna nánast nonstop fyrir klúbbinn á þessu ári.
Svo væri gaman ef einhver á myndir.