Sælir félagar.
Sæll Gunnar. (Bannaður)
Innleggið mitt hér að ofan var ekki neitt skot á þig, það var heldur frekar stuðningsyfirlýsing við málfrelsið.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að svona lagað kallar á ýmis "comment" og er það bara í góðu lagi.
Í raun var ég kanski líka að fiska eftir hvort einhverjir teldu sig "alvitra um mótorsport á Íslandi", en enginn hefur enn bitið á agnið og gera varla úr þessu.
Mér er nokk sama hvað fólk er að gera innan veggja síns heimilis, en brandarinn er að maður í hans stöðu sé nappaður.
Hins vegar er það ógeðfelda við þetta allt saman að allt snérist þetta um kynþáttahatur, fasisma, nasisma og í raun var verið að gera grín að fórnarlömbum helfararinnar.
Það og tenging Mosleys við fasista flokk Bretlands þó kanski lítil sé gerir það að verkum að menn hljóta að skoða þetta í því samhengi.
Hann talaði einmitt um það í "The Times" að honum hefði fundist gott að vera í mótorsporti, því að þar var öllum sama þótt hann væri sonur Oswald Mosley.
En hvað gerist svo.
Ég persónulega ætla mér að fylgjast með þessu máli með öðru auga og sjá hvort að hann notar Íslensku aðferðina og sitja áfram og þurfi þá að sitja undir þessu það sem eftir er.
Eða að hann taki á sig ábyrgð, sýni gott fordæmi segi af sér og standi sterkari eftir.