Mottó vetrarins er: Vinna í tryllitækinu í vetur og koma því í notkun á Kvartmílubrautinni næsta sumar
skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.
Gott framtak, flott að sjá að það eru fleiri en atvinnubílstjórar sem láta sig málið varða. Vona að ég komist, þetta hefst ekki nema með samstöðu. Það er löngu kominn tími til að þessi þjóð láti aðeins í sér heyra, það eru t.d 40 ár síðan það var verkalíðsbarátta á Íslandi, síðan hefur fólk látið vaða yfir sig án þess að gera nokkuð til að sporna við ríkisvaldinu og auðmönnum. Þetta er jú eitt af mörgu sem betur mætti fara en þetta er líka stórt atriði fyrir áhugamenn um bíla og mótorsport. Sem dæmi má nefna að félagi minn sem rekur vörubíl er að borga 1.200.000 kr á mánuði í eldsneiti svo þið getið rétt svo gert ykkur í hugarlund hvers vegna menn eru beiskir. Öll þjónusta við okkur hækkar, þetta er bara ekki spurning um neitt annað en að láta vita að nú sé nóg komið. Áfram Ísland
Quote from: "Glanni"skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.Þetta er stórkostleg lína Þið gerið ykkur grein fyrir því að það er búið að tala um að matvörur séu að hækka um allt að 30% á morgun, er öllum sama um það?