Þetta var allavega stórfínn fundur.
Mér fanns gaman að sjá hvað það er mikil stemmning hjá félagsmönnum að gera vel fyrir klúbbinn.
Menn eru miklir félagar, góður mórall er einkennandi og alltaf er stutt í glensið þótt verið sé að ræða alvarlega hluti.
Það er mikið á döfinni hjá stjórn og þurfa menn þar að vera á tánum til að missa ekki sjónar á þeim framkvæmdum sem eru í vændum.
Næsti fundur er ráðgerður fyrsta fimmtudag í Janúar, staðsetningin er óráðin en klúbbnum stendur húsakynni Stálnaust alltaf til boða.... Það eina er að expressókaffivélin hans Óla í Stálnaust virðist haldin miklu Mópar-óþoli og hvæsir hún og hrækir á hvern þann Kræslermann sem kemur henni nálægt....