Author Topic: Tillögur að Breytingum á GT flokk  (Read 8507 times)

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« on: October 21, 2007, 02:18:03 »
Tillaga frá Ara Gíslasyni

Grænt fer inn  -  Rautt fer út



GT flokkur


Flokkslýsing:

GT eða Gran Turismo, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980. Með 4, 5, 6, 8, 10 og 12 strokka með einum aflauka eða án, með drif á einum ás eða öllum fjórum hjólum. Einnig fyrir bíla með Wankel vél. Allir bílar verða að vera á númerum, löglegir til götuaksturs með rétta skoðun. Undantekningar á þessu má lesa í reglum hér að neðan. Ræst skal á jöfnu með "full tree"Merking:GT/númer.

Vél:
Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)
Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju.  Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.

Blokk:
Aðeins má nota blokk sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota blokk úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)

Sveifarás:
Frjálst val er á sveifarásum. Auka má slaglengd sveifaráss á vélum með engan aflauka.
Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar leyfðir. Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er.
Ekki má auka slaglengd sveifaráss. Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.

Hedd:
Frjálst val er á heddum. Öll vinnsla á heddum er leyfð, svo framarlega að hún breyti ekki útliti þeirra.
Frjálst val er á ventlum, ventlagormum, rockerörmum osf…..
Leyfilegt er að stækka og vinna ventla að vild.

Ventlalok:
Allar gerðir og tegundir ventlaloka leyfðar.

Kambás:
Frjálst val er á kambásum.

Undirlyftur:
Frjálst val.

Tímagír:
Frjáls val á tímagírum, beltum, reimum, keðjum, osf…..

Stimpilstangir:
Frjálst val er á stimpilstöngum.

Stimplar:
Frjálst val er á stimplum.

Stimpilhringir:
Allar gerðir og tegundir stimpilhringja leyfðar.

Olíudæla:
Nota má olíudælu sem dælir auknu magni og/eða þrýsting.
"Dry sump" olíudælur eru bannaðar nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með slíkri dælu frá verksmiðju.

Olíukerfi:
"Dry sump" olíukerfi bönnuð nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með því frá verksmiðju.
Að öðru leiti er frjálst að nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Einnig má vinna og slípa olíugöng í blokkum, heddum, osf…. Til að fá sem besta endingu vélar.

Tölvur:
Breytingar, endurforritun og ísetning á tölvukubbum er leyfð. Eftirmarkaðs tölvukubbar og/eða örflögur leyfðar. Eftirmarkaðsinnspýtingartölvur leyfðar.

Trissur.
Skipta má um driftrissur sem drífa: vatnsdælu, rafal, vökvastýri, osf…. Og setja niðurgíraðar trissur í þeirra stað.

ELDSNEYTISKERFI

Soggrein:
Frjáls val er á soggrein, þó verður hún að komast undir vélarhlíf.

Innspýtingar/Blöndungar:
Breyta má vél með blöndungi yfir í innspýtingu og öfugt.
Eftirmarkaðs innspýtingar leyfðar.
Breyta má innspýtingum eins og hver vill: það er spíssum, rúmtaki, inntaki, osf….

Bensínleiðslur:
Allar tegundir og sverleikar af viðurkenndum bensínleiðslum eru leyfðar.

Bensínsýur:
Allar gerðir og tegundir af viðurkenndum bensínsýum leyfðar.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "sump" er bannað.
Bensínsellur leyfðar en ekkert heimasmíðað


Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða keppendur hvort hann er notaður eða ekki.

Forþjöppur:
Frjálst val.


Millikælir:
Millikælir er aukahlutur og er því hverjum semer frjálst að nota hann eða ekki.
Þá má einnig setja millikæla í vélar sem ekki voru original með þeim búnaði.

Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Eingöngu má nota bensín sem eldsneyti.
Bensínbætiefni bönnuð.

KVEIKIKERFI

Kveikja:
Allar tegundir kveikikerfa eru leyfðar.

Háspennukefli:
Allar tegundir háspennukefla leyfðar.

Kertaþræðir:
Allar tegundir kertaþráða leyfðar.

Kerti:
Allar tegundir kerta leyfðar.

ÚTBLÁSTURSKERFI

Pústflækjur:
Pústflækjur leyfðar, þó má ekki klippa úr yfirbyggingu til að koma þeim fyrir.

Púströr:
Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bílsPúströr skal ná útundan farþegarýmis. Annars er sverleiki og lögun frjáls.
Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.

Hljóðkútar:
Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkenndri skoðunarstöð.
Frjálst val

GÍRKASSI:

Sjálfskipting:
Frjáls val er á gírkassa/sjálfskiftingu.

Skiptir:
Nota má hvaða skipti sem er sem á við viðkomadi gírkassa/sjáfskiptingu.
Kúpling/

Converter:
Nota má hvaða kúplingu/converter sem er.

DRIFRÁS:

Hásing&Drif:
Frjáls val er á hásingum og drifum.
Læsingar í drif eru leyfðar.
Rafsoðin drif bönnuð, spólulæsingar bannaðar.
Drifskaft:
Æskilegt er að baula sé utan um drifskaft á bílun neð afturdrif.

BÚKKAR & FJÖÐRUN

Fjöðrun:
Fjöðrum og fjaðrarkerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunakerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun.
Staðsetning fjöðrunarkerfis og festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerðStaðsetning festinga og festingum má breyta.Breyta má stífleika fjaðra, gorma vindustanga osf….
Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun.
Breyta má yfir í Coilover fjöðrunn

Demparar:
Frjálst val er á dempurum:

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota annað en original "four link" eða "ladder link".Festingum má breyta og staðsetnigu þeirra.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

YFIRBYGGING

Yfirbygging:
Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar. Plastboddy Bönnuð
Setja má þó á vængi og vindskeiðar sem seldar og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl.
Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun (cowl induction) á vélarhlíf ef hún er hulin og máluð í sama lit og bíllinn, "cowl induction" má þó aldrei vera hærra en 4" (10,16cm). Vélarhlíf má vera úr öðru efni en yfirbygging ökutækis.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þ.m.t. teppi stóla klæðning osf…
Skipta má út framstólum fyrir keppnistóla sem verða að vera í upprunalegri staðsetningu.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og farangursrýmis.

DEKK & FELGUR

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13" nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá verksmiðju. Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.

Dekk:
Allar tegundir dekkja leyfðar fyrir bíla með afturdrif þar á meðal slikkar sem mega þó ekki fara upp fyrir 28" á hæð og 9" á breidd. 30" á hæð og 13" munsturbreydd og verð að vera D.O.T. merktir Bílar með drifi að framan mega ekki nota slikka nema þá sem sérstaklega eru gerðir fyrir framdrifs bíla. Bílar með drifi á öllum hjólum mega eingöngu nota radial dekk, en er þó leyft að nota radial götuslikka.  Dekk mega aldrei standa út fyrir yfirbyggingu bíls.

ÖKUMAÐUR

Ökumaður:
Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsetningu og orginal, og vera með löglegan og staðlaðan hjálm á höfði. Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.

Hjálpartæki:
Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.

Öryggisbelti:
Allir bílar verða að vera útbúnir með amk. Þriggja punkta beltum.
Allir bílar sem fara niður fyrir 11,99sek verða að vera með 5. Punkta keppnisbelti.
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #1 on: October 21, 2007, 02:35:59 »
Quote
Sveifarás:
Frjálst val er á sveifarásum. Auka má slaglengd sveifaráss á vélum með engan aflauka.
Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar leyfðir. Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er.
Ekki má auka slaglengd sveifaráss. Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.


er þetta eitthvað að virka? má ekki auka slaglengd á aflgjafa en samt má ekki auka slaglengd af Na vél
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #2 on: October 21, 2007, 03:12:35 »
Quote from: "Racer"
Quote
Sveifarás:
Frjálst val er á sveifarásum. Auka má slaglengd sveifaráss á vélum með engan aflauka.
Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar leyfðir. Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er.
Ekki má auka slaglengd sveifaráss. Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.


er þetta eitthvað að virka? má ekki auka slaglengd á aflgjafa en samt má ekki auka slaglengd af Na vél


Þú mátt bora og vera með FI en ekki stróka og verð með FI

En þetta gleymdist,ég laga þetta
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #3 on: October 21, 2007, 11:16:31 »
Á að fara að többa? 8)
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #4 on: October 21, 2007, 12:39:59 »
Quote from: "baldur"
Á að fara að többa? 8)


Nei þarf þess ekki  8)
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #5 on: October 21, 2007, 14:28:21 »
kemurðu 13" breiðum 30" háum dekkjum undir Camaro án þess að többa eða setja brettakanta?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Gunni gírlausi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 169
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #6 on: October 21, 2007, 16:35:41 »
Það er til svona flokkur, hann heitir SE
60ft............1.924
mid mph......93.75
660............8.006
mph...........115.68
ET..............12.287

Hoosier daddy....

VW Golf GTi-16VT

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #7 on: October 21, 2007, 17:30:01 »
Quote from: "baldur"
kemurðu 13" breiðum 30" háum dekkjum undir Camaro án þess að többa eða setja brettakanta?


Já þau komast undir en þarf að taka samsláttarpúða af og skera horn af brettum
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #8 on: October 21, 2007, 17:37:15 »
Quote from: "Gunni gírlausi"
Það er til svona flokkur, hann heitir SE


Mér fynnst hann ekkert líkur
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #9 on: October 21, 2007, 18:40:37 »
Á að banna allar Corvettur?? ...
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #10 on: October 21, 2007, 19:38:27 »
Quote from: "Kiddi"
Á að banna allar Corvettur?? ...


Nkl og þær sem og aðrir bílar í dag koma með breiðari en 9" dekk
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline SupraTT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 151
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #11 on: November 09, 2007, 21:18:26 »
en eg er aðeins að spa með þessa reglu

Quote
Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Eingöngu má nota bensín sem eldsneyti.
Bensínbætiefni bönnuð.



Mætti ekki breyta þessu og leyfa allar gerðir af bensini.  Semsagt Race bensin.   Margir sem eru að spa i að keppa a næsta ari eru með frekar litlar velar og þurfa einfaldlega betra bensin til að na að nyta setupið eitthvað.  

Leiðinlegt að t.d eg þarf að lækka boostið niður fyrir 19 psi ef eg ætla að vera a 98 okt /  V-power og þar af leiðandi ekki nærri þvi að nyta allt aflið sem billin a inni,   en með race bensini ætti eg alveg að geta verið að blasa 30+ psi.   Það er frekar mikill hestafla munur þarna a milli , munar um 200 hestöflum ut i hjol

og er þa  meth/water Injection  lika bannað ?

Svo seinasta spurningin ef það verður farið að selja E85 , væri þa i lagi að nota það a brautinni ?
Suzuki Hayabusa // 9.78@139mph // 1.42 60ft
Suzuki GSX-R 1000 K7 10.00@147.5mph //Annað sæti KOTS 2012
9.42@147mph Án nitro // 1.52 60ft Mesti endahraði 149mph
9.28@151.5mph með Nitro // 1.58 60ft Mesti endahraði 153.6mph

CBR 954 10.6@135mph // Selt

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #12 on: November 09, 2007, 22:47:03 »
Samkvæmt núverandi reglum mætti nota e85 ef það fer í sölu já..  En Reglunefndin góða þarf að taka sæmilega til í reglunum í vetur..  Einfalda þær..  Í mörgum þeirra er talið upp það sem ekki má og talið það sem má..   En svo eru hlutir sem eru ekki taldir upp..  Má nota þá eða ekki o.s.frv..:)  Það þarf bara að einfalda þær helling..  Taka út óþarfa klausur og laga þær til.  Það var meðal annars tilgangur reglunefndar..  Er það ekki?  Þurrka út gráu svæðin?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #13 on: November 09, 2007, 23:14:05 »
Quote from: "SupraTT"
en eg er aðeins að spa með þessa reglu

Quote
Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Eingöngu má nota bensín sem eldsneyti.
Bensínbætiefni bönnuð.



Mætti ekki breyta þessu og leyfa allar gerðir af bensini.  Semsagt Race bensin.   Margir sem eru að spa i að keppa a næsta ari eru með frekar litlar velar og þurfa einfaldlega betra bensin til að na að nyta setupið eitthvað.  

Leiðinlegt að t.d eg þarf að lækka boostið niður fyrir 19 psi ef eg ætla að vera a 98 okt /  V-power og þar af leiðandi ekki nærri þvi að nyta allt aflið sem billin a inni,   en með race bensini ætti eg alveg að geta verið að blasa 30+ psi.   Það er frekar mikill hestafla munur þarna a milli , munar um 200 hestöflum ut i hjol

og er þa  meth/water Injection  lika bannað ?

Svo seinasta spurningin ef það verður farið að selja E85 , væri þa i lagi að nota það a brautinni ?



Allavega mín skoðun er að Þessi flokkur eigi að vera götuflokkur fyrir bíla frá 80 og uppúr þ.e. allt sem er leyfilegt á götunni sé leyfilegt í honum nema að í honum sé sama vél og kom upprunalega
 
þ.e. Ef bílinn fær skoðunn þá sé hann löglegur í flokknum á DOT merktum dekkjum

Varðandi bensín þá keyriru ekki á race fuel á götunni,í þínu tilfelli sé ég ekki tilganginn í að keyra á svoleiðis bensíni því bílinn trackar ekki á 98 eða því sem þú notaðir í sumar :wink:


Ég var allavega að reyna að fjarlægja óþarfa rugl reglur og annað þvíumlíkt


Annað sem ég vildi sjá er að reglurnar sem kosnar eru núna séu óbreytanlegar 3-5ár því það er ekkert gaman að smíða bíl í flokk sem síðan þarf að breyta á hverju ári útaf e-h tilgangslausum breytingum
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #14 on: November 09, 2007, 23:17:48 »
Sammála, það þarf að stoppa breytingarnar..   Ekki breyta á hverju ári.   Og einnig er ég sammála með GT, það er götubílaflokkur, ef menn ætla í race bensín verða menn bara að velja sér flokk sem það má nota race bensín í  8)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 3000gtvr4

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #15 on: November 10, 2007, 14:43:42 »
Ég held bara að fólk ætti nú að byrja á því að koma og keppa ekki alltaf væla og væla yfir þessum reglum

Og bara smíða sinn bíl eftir flokk ekki flokk eftir sínum bíl :lol:
Birgir Kristjánsson
Honda Integra Type-R Turbo
1/4Mile 12.360@111.93
Íslandsmeistari í RS flokk 2007

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #16 on: November 10, 2007, 16:18:56 »
Quote from: "3000gtvr4"
Ég held bara að fólk ætti nú að byrja á því að koma og keppa ekki alltaf væla og væla yfir þessum reglum

Og bara smíða sinn bíl eftir flokk ekki flokk eftir sínum bíl :lol:

Þetta er akkurat sem er talað um á hverju ári. Réttast væri að það sé bara hægt að breyta flokki á 3-5 ára fresti.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline SupraTT

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 151
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #17 on: November 10, 2007, 16:21:24 »
Quote from: "BadBoy Racing"


Allavega mín skoðun er að Þessi flokkur eigi að vera götuflokkur fyrir bíla frá 80 og uppúr þ.e. allt sem er leyfilegt á götunni sé leyfilegt í honum nema að í honum sé sama vél og kom upprunalega
 
þ.e. Ef bílinn fær skoðunn þá sé hann löglegur í flokknum á DOT merktum dekkjum

Varðandi bensín þá keyriru ekki á race fuel á götunni,í þínu tilfelli sé ég ekki tilganginn í að keyra á svoleiðis bensíni því bílinn trackar ekki á 98 eða því sem þú notaðir í sumar :wink:


Ég var allavega að reyna að fjarlægja óþarfa rugl reglur og annað þvíumlíkt


Annað sem ég vildi sjá er að reglurnar sem kosnar eru núna séu óbreytanlegar 3-5ár því það er ekkert gaman að smíða bíl í flokk sem síðan þarf að breyta á hverju ári útaf e-h tilgangslausum breytingum


Eg var nu að meina a næsta ari þegar maður mætir a alvöru dekkjum.  

Herna sest nu hvað beinskipt Supra getur gripið vel a goðum dekkjum og almennilegri Prepped braut.  Eg t.d greip mun meira a nyju malbiki a götunni heldur en uppa braut a M/T ET Street Radial

http://www.youtube.com/watch?v=j2gtvAw9q7Y

Hvaða flokk þarf eg að fara i til að nota bilinn minn a fullu boosti / race bensini ?    Er það SE Flokkur ?

Quote from: "3000gtvr4"
Ég held bara að fólk ætti nú að byrja á því að koma og keppa ekki alltaf væla og væla yfir þessum reglum

Og bara smíða sinn bíl eftir flokk ekki flokk eftir sínum bíl :lol:


Ef þetta er eitthvað ætlað mer.   Eg reyndi að mæta,  mætti a æfingu og kuplingin for.   Mætti siðan a 1 keppni lika en var hvortsemer að fara of hratt meirisegja a low boostinu.  Þarf að redda roll cage og 5 punkta belti fyrir næsta ar

Svo er nu aðeins dyrara fyrir mann að reyna mæta oft þegar maður a heima svona langt i burtu.  Ekkert serstaklega odyrt að keyra 500 km til að keppa og svo ef eitthvað bilar þa er maður fastur  i rvk með bilaðann bil
Suzuki Hayabusa // 9.78@139mph // 1.42 60ft
Suzuki GSX-R 1000 K7 10.00@147.5mph //Annað sæti KOTS 2012
9.42@147mph Án nitro // 1.52 60ft Mesti endahraði 149mph
9.28@151.5mph með Nitro // 1.58 60ft Mesti endahraði 153.6mph

CBR 954 10.6@135mph // Selt

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #18 on: November 10, 2007, 17:34:38 »
Quote from: "SupraTT"


Hvaða flokk þarf eg að fara i til að nota bilinn minn a fullu boosti / race bensini ?    Er það SE Flokkur ?

[

GF
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 3000gtvr4

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Tillögur að Breytingum á GT flokk
« Reply #19 on: November 10, 2007, 20:23:33 »
Þetta er bara á við alla þá sem eru alltaf að væla yfir þessum reglum og keppa aldrei

Er ekki bara málið að leyfa þessum reglum að standa allvega í 2 til 3 ár svo endurskoða þær????

Mér finnst til dæmis ekki gott ef það á að leyfa racebensín í bæði RS og GT flokk þá eru þetta varla götubílaflokkar
Birgir Kristjánsson
Honda Integra Type-R Turbo
1/4Mile 12.360@111.93
Íslandsmeistari í RS flokk 2007