Author Topic: GF Breytingar (flame suit ON)  (Read 12865 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« on: October 17, 2007, 21:31:03 »
Á GF að vera efsta þrep götubíla í kvartmílu?

Er rétt að banna hjóltunnur úr áli þegar plastyfirbyggingar eru leyfðar?

Er réttlætanlegt að krefjast rúðuupphalara í bíl sem er þegar langt yfir þyngdarmörkum?

Er ekki betra að leifa lexanrúður þar sem þær eru öruggari en gler í krassi?

Umræður um að gera GT og RS flokkana hraðari gæti snúist um að gera þeim mönnum kleift að gera sína bíla samkeppnisfæra inní GF      
 
Ég vil sjá breytingar í GF flokki á þessa leið: (rautt væri tekið úr núverandi reglum en grænu væri bætt við)

Bílar þurfa að vera á númerum, skoðaðir af löggiltri skoðunarstöð,tryggðir og skulu standast skoðun ef krafist er (fyrir utan dekk og púst).

Lágmarksþyngdir: v8 1300kg  (6cyl 1150kg  4cyl 900kg með ökumanni (viðbætt)


BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál. Magnesíum bannað. ((tekið út)Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum.)

GÓLF:
 Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum.  ((tekið út)Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var)

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar,(og úr viðurkenndum efnum(viðbætt))   ((tekið út)og úr upprunalegum efnum.)

BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir. Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum. ((Tekið út), þó verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.)



YFIRBYGGING:
Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakant lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður. ((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)

-------------------------------------------------------------------------------------

Það sem ég legg til er að ef bíllinn er yfir þyngdartakmörkunum, á númerum og skoðaður þá átt þú að geta mætt í GF vegna þess að GF á að vera efsta stig götubíla sérútbúinna til spyrnuaksturs.
 
 Að senda götubíl í OF vegna þess að hann er með áltunnur eða það vantar einhverja rúðuupphalara er að mínu mati fáránlegt

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #1 on: October 18, 2007, 00:10:41 »
Ég er alveg sammála þessu, mér finnst flokkareglur í þessum götuflokkum í kvartmílunni vera óþarflega flóknar á meðan að sandreglurnar eru svo einfaldar.
Mér finnst ekki skipta máli úr hverju hjólskálarnar eru á meðan bíllinn er í löglegri þyngd, getur keyrt marga kílómetra með ljósin kveikt án þess að hlaða og kæla og stenst bifreiðaskoðun að öllu leiti nema kannski dekk og púst.
Hvaða máli skiptir að vélin heiti það sama og boddyið þegar að bíllinn er í löglegri þyngd og með löglega vélarstærð?
Í GT/RS eru nánast allar breytingar á fjöðrun bannaðar, það eina sem má gera er að skipta um gorma og dempara, má ekki breyta staðsetningu á stífum eða neitt slíkt þannig að ef bíllinn þinn kemur með vonlausa fjöðrun frá verksmiðju þá máttu ekki gera hann samkeppnishæfan við bíla sem koma ekki með jafn vonlausri fjöðrun frá verksmiðju.
Það er erfitt að gera öllum til geðs í flokkasmíði en mín skoðun er sú að það eigi bara að hafa einfaldar reglur sem er auðvelt að hafa eftirlit með.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #2 on: October 18, 2007, 09:46:45 »
Sammála þessari tillögu..
En afhverju er plexigler bannað?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #3 on: October 18, 2007, 10:02:28 »
Quote from: "Dodge"
Sammála þessari tillögu..
En afhverju er plexigler bannað?


Plexi brotnar í fleyga

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #4 on: October 18, 2007, 17:16:06 »
Makrolon er líka fínt.nota það sjálfur mikið.
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #5 on: October 18, 2007, 20:46:25 »
Quote from: "HK RACING2"
Makrolon er líka fínt.nota það sjálfur mikið.

 
 jú nokkuð til í því. þarna væri einfaldast að segja bara að allar rúður verða að vera úr viðurkenndum efnum.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #6 on: October 18, 2007, 21:17:51 »
Sammála þessu sem þú setur inn Maggi.

Lexan og Makron er það sem er leyft  erlendis.

Ég myndi vilja hafa þennan flokk númerslausan,nóg af flokkum til fyrir götubíla á númerum en aðeins einn fyrir númerslausa,OF.

Þannig væri hægt að lækka kostnað keppanda í GF töluvert og einnig losna við tryggingarviðauka bullið.

Þetta með að leyfa plastrúðurnar,álið og losna við númeraskylduna gerir það mun einfaldara að
kaupa bíl í flokkinn að utan.
Þá þarf ekki "title" og 90% eru með ál több við það lækkar kostnaðurinn mikið þar sem aðeins þarf að borga VSK af keppnistækjum.

Flame on.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #7 on: October 18, 2007, 22:07:03 »
hei Frikki
 
 Ef við tökum númerin úr GF þá er SE öflugasti númeraflokkurinn, eða sá flokkur sem leyfir réttar sagt mestar breytingar á númerabíl.

 Það er ekki alveg það sem ég vil sjá, þ.e að þeir götubílar sem eru aðeins of mikið smíðaðir til að fara í SE þurfi þá að fara í skráningarskerta rörabíla einsog Camaróinn hans Einars B.

 Hins vegar hefur vantað doorslammeraflokk alltof lengi, mér finnst slá skökku við alltaf þegar ég sé Ingó's Dragga fara í Camaró Krissa.

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #8 on: October 18, 2007, 22:14:00 »
Þetta eru góðar tillögur hjá þér maggi ég stið þetta
Kristján Hafliðason

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #9 on: October 19, 2007, 00:03:00 »
Quote
((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)


Færðu skoðun án þeirra?  Og þar af leiðandi númeraplötur?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #10 on: October 19, 2007, 00:34:29 »
Quote from: "maggifinn"
hei Frikki
 
 Ef við tökum númerin úr GF þá er SE öflugasti númeraflokkurinn, eða sá flokkur sem leyfir réttar sagt mestar breytingar á númerabíl.

 Það er ekki alveg það sem ég vil sjá, þ.e að þeir götubílar sem eru aðeins of mikið smíðaðir til að fara í SE þurfi þá að fara í skráningarskerta rörabíla einsog Camaróinn hans Einars B.

 Hins vegar hefur vantað doorslammeraflokk alltof lengi, mér finnst slá skökku við alltaf þegar ég sé Ingó's Dragga fara í Camaró Krissa.

Bíllinn hans Einsa á ansi langt í land með að komast í GF.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #11 on: October 19, 2007, 08:13:52 »
Quote from: "ValliFudd"
Quote
((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)


Færðu skoðun án þeirra?  Og þar af leiðandi númeraplötur?



 Mér sýnist rallíbílarnir ekki vera í vandræðum með að fá skoðun. hvort það er lítil lúga sem dugar eða að vera með rúðuna á löm verða menn eflaust að gera upp við þá skoðunarstöð sem tekur á móti bílnum þínum sem er með plastyfirbyggingu.

 Frikki: ef GF ætti að vera númerslaus boddýbílaflokkur þá ætti Einar B og Leifur auðvitað að vera þar en ekki í OF.

Offline Kiddi J

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 530
  • NTGLTY
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #12 on: October 19, 2007, 11:50:08 »
Quote from: "maggifinn"
hei Frikki
 
 Ef við tökum númerin úr GF þá er SE öflugasti númeraflokkurinn, eða sá flokkur sem leyfir réttar sagt mestar breytingar á númerabíl.

 Það er ekki alveg það sem ég vil sjá, þ.e að þeir götubílar sem eru aðeins of mikið smíðaðir til að fara í SE þurfi þá að fara í skráningarskerta rörabíla einsog Camaróinn hans Einars B.

 Hins vegar hefur vantað doorslammeraflokk alltof lengi, mér finnst slá skökku við alltaf þegar ég sé Ingó's Dragga fara í Camaró Krissa.


Sammála.
Ég keppti á Dartinum 2003-2004 í OF. Það var helvíti gaman að stilla upp á móti Ingó og fá hann frammúr sér á 250.
Dartinn var ekki á númerum, en trúlega löglegri heldur en margir bílar í GF flokknum sem voru að keppa þá, en gat ekki keppt vegna þess að ég var ekki með hann á númerum.

Svona doorslammer flokkur er möst.

p.s. Enginn þorði svo heldur í BRACKET!!!!
Kristinn Jónasson

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #13 on: October 19, 2007, 12:59:44 »
" Skráningarskertur " flott innlegg í orðaforðan.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #14 on: October 19, 2007, 14:14:04 »
Quote from: "maggifinn"
Quote from: "ValliFudd"
Quote
((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)


Færðu skoðun án þeirra?  Og þar af leiðandi númeraplötur?



 Mér sýnist rallíbílarnir ekki vera í vandræðum með að fá skoðun. hvort það er lítil lúga sem dugar eða að vera með rúðuna á löm verða menn eflaust að gera upp við þá skoðunarstöð sem tekur á móti bílnum þínum sem er með plastyfirbyggingu.

 Frikki: ef GF ætti að vera númerslaus boddýbílaflokkur þá ætti Einar B og Leifur auðvitað að vera þar en ekki í OF.

Af hverju finnst þér það svona sjálfsagt?
Þeir eru langt utan reglu rammanns.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
GF
« Reply #15 on: October 19, 2007, 15:54:55 »
Sæll Maggi

Góðar tillögur hjá þér, en er þó sammála Frikka varðandi það að taka út númeraplötur.

Það hugtaka sem við erum að leita að er á ensku kallað " Backhalf " bílar.

"Back half bílar" eru með original grind að framan, hvalbak á original stað og klafa og annað hengt á upprunalegann stað, osfrv.

OF hurðabílar eru aftur á móti " full tube cars"  eða rörabílar alla leið, á þessu er stór munur. Síðan er alveg ljóst að á meðan viktin er 1300 kg. eða c.a. 2900 pund, þá passa " full tube " eða rörabílar þar ekki inn nema með því að þyngja þá upp úr öllu valdi, sem ég held að sé ekki vilji þeirra sem vikta t.d.  2000-2500 pund.
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: GF
« Reply #16 on: October 19, 2007, 15:58:49 »
Quote from: "69Camaro"
.

"Back half bílar" eru með original grind að framan, hvalbak á original stað og klafa og annað hengt á upprunalegann stað, osfrv.



Hvað er túlkað sem hvalbakur?

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: GF
« Reply #17 on: October 19, 2007, 16:05:31 »
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "69Camaro"
.

"Back half bílar" eru með original grind að framan, hvalbak á original stað og klafa og annað hengt á upprunalegann stað, osfrv.



Hvað er túlkað sem hvalbakur?

Firewall=hvalbakur
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #18 on: October 19, 2007, 16:08:18 »
Þetta er "eldveggurinn" hvalbakurinn hlýtur að vera ofan við :?

kv
Björgvin

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
GF Breytingar (flame suit ON)
« Reply #19 on: October 19, 2007, 16:08:45 »
sælir strákar og takk fyrir málefnalega umræðu.

 Mér finnst bara hálfkák að gera GF að flokki fyrir númerslausa bíla án þess að allir helstu doorslammerarnir geti passað þar inn.
 ég vil meina að þessir backhalf bílar einsog hjá Krissa Hafliða td,geti með litlum vandræðum farið bara á númer og keppt í GF hafi þeir á annað borð áhuga á því.

 að stofna doorslammerflokk úr GF með enga númeraskyldu og skilja Einar B Skjóldalinn og Leif eftir hjá Hemihunternum finnst mér ekki snjallt. það þarf sér flokk fyrir alla númerslausa boddýbíla og mér finnst ekki sniðugt að fórna númeraflokk einsog GF í það.