Það er eitthvað helvítis klúður í skiftingunni hjá mér (c4 ford), hún tekur enga gíra. Skiftingin er ný upptekin, en ekki var skift um dælu, getur verið að hún sé ónýt? Það hreyfist allavega ekki olían á henni þegar ég set í gang, svo er annað, á nokkuð að þurfa að setja á converterinn áður en hann er settur í? á ekki bara að dælast yfir í hann sjálfkrafa?
Kv. SiggiHall