Author Topic: Project Aprilia RS50 04/02 1999! 99.99% fullklárað!  (Read 4193 times)

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Project Aprilia RS50 04/02 1999! 99.99% fullklárað!
« on: September 08, 2007, 12:07:52 »



Búið er að taka hana rækilega í gegn en þó vantar lokafrágang.

læt myndirnar segja restina  :D



Eins og sést þá er búið að mála grindina,vélarupphengju og aðra hluti. Ennig er búið að skipta út öllum grindar-pakkdósum og fleiri smáhlutum.



Bremsubarkar nýjir, Felgur sprautaðar í casual svörtum.



Nýjir bremsudiskar, Dælur voru fínar lítið þurfti að gera við þær nema hefðbundið "check". Nýjar hjólalegur :D




Mælaborð vel tætt í sundur og perur endurnýjaðar og bara allt þrifið og pússað.





Vélin fékk gott service og lítið re-build. Skipt var um kúplingsplötur, Sveifarás var góður,Kveikju-rótorinn var fínn. Skipt var um pakkdósir og þéttingar.  Nýr Cýlinder,nýtt hedd og stimpill. Startari uppgerður. Looking good !  8)




En aðal lokafrágangurinn er stór og víðtæk viðgerð og sprautun á plöstum .. þau er ekki beint neitt til að hrópa húrra yfir.



Að mestu leiti heil.



Uppgerðin sést greinilega hér.



Isss .. þessi plöst  :?




En annars er þetta mjög efnilegt tæki. Lokafrágangur er að mestu leiti viðgerð og sprautun á plöstum en einnig á eftir að tengja stefnuljós,skipta út gíringu (tannhjólum), Ný keðja fer á hana, Speglana vantar. Og svo þarf að skoða gripinn :P Hún er með Polini Evolution 1 Ál-kit 75ccm HPR,75ccm Polini Racing Púst og rest er standard.. en þó er hún gíruð fyrir 135+ km/t  :lol:   En hún nær að toga 6gír vel út ef það er á beinum kafla og enginn mótvindur  ::)..enda hraði er núna 124km/t @ 12.000RPM. Besti tíma á kraftmíluni var 21,6sek @ tæpum 57mp/h endahraða

Setuppið sem ég skelli á hana þegar hún loksins fær skoðun (þarf að drosla hana helvíti mikið fyrir skoðun).

Hebo Manston Replica 70ccm (á lager)
Dellorto PHBL 24mm blöndungur (á lager)
Hebo 24mm Soggrein (á lager)
Hebo Reed-valve (á lager)
Hebo svamp Loftsía (á lager)
Polini Evolution 1 Kraftpúst (á lager)
14T/44T Gírun (á lager)
Octane Boost í blönduna (fyrir míluna) (á lager)
Stage6 Carbon Kúpling

*Update 6/1 2008*
Búinn að strippa öll plöst af hjólinu og er byrjaður að slípa og pússa fyrir málun :)

*Update 29/1 2008* Nýtt Dót  8)



*Update 10/02 2008* Allt ready fyrir sprautun :) en vantar samt eina hliðarhlífina.. kemur með öllu hinu dótinu.


Þreif kvikindið aðeins.. þetta ryk var orðið ljót :P


Byrjaður að slípa niður pústið og þreif Hljóðkútinn ( og nýr flottur límmiði)


Weee þá fékk ég loksins hinar hlífarnar.. ljótar en alls ekki brotnar né djúpar rispur :D


Svo var eithver auli sem kom með RMX vél og bara skildi hana eftir hjá mér ... finders, keepers muhaha.  ;D Hún verður notuð í véldrifna hjólabrettið mitt sem er næst á dagskrá  ::)

*Update 28/04 2008*
Evoið tekið af og látið í Yamaha DT50R :( Til að segja aðeins frá þá ER FUCKING ÓGEÐSLEGT AÐ VINNA VIÐ ÞESSI HJÓL! Ef þið viljið tjúna DT50R...sleppið því,seljið draslið og kaupið eithvað annað  ;) Hef aldrei prufað eins leiðinlegt hjól að vinna við. Allt er svo þröngt og þétt pakkað, t.d þá þurfti að taka mestan afturhluta grindarinar af til að fjarlægja loftsíuboxið  ??? svo var eithver helvítis leiðsluhringur rétt fyrir ofan cýlindrakerfið þannig að maður varð að losa alla pinnana til að ná cýlindranum af  ??? ???
Þegar allt er komið samann fyrir utan plöstin þá getur maður varla losað kertið til að tékka það  ??? ??? :-\  í öðrum orðum þá þarf virkilega mikla þolinmæði til að vinna við þessi hjól  ;)

Annars fréttir af RSinu þá verður farið að mála í næstu viku, keðjan sett á og 50ccm sett á til bráðabyrgða fyrir skoðun.

Mjög mögulegt er að stækkað verður í Hebo Manston Red Revolution eða Pata Negra, 28mm Dellorto blöndung,Hebo Reed-valves með soggrein og meira gotterí.

Smá video sem ég tók í dag .. gott hljóð þrátt fyrir 50ccm standard  ::)

<a href="http://www.youtube.com/v/t7L-o6bvqkg" target="_blank" class="new_win">http://www.youtube.com/v/t7L-o6bvqkg</a>

*Update 12/06 2008*
Ný mynd .. tekin í gær. Alls ekki tilbúin en er soldið spenntur og langaði að sýna fólki smá  :P


*Update 17/06 2008*
Jæja þá er kvikindið orðið 90% klárt þannig að ég skelli inn nokkrum myndum  8)
En hún er ekki tilbúin og það vantar lokafrágang fyrir sölu!










*Update 26/06 2008*

ANGRY ANGEL EYES BABY  :o


Og svo er nýja kúplingin komin í :)

*Update 28/06 2008*

Jæja nýja kúplingin komin í og allt virðist virka vel... trukkar auðveldlega 100+ með 100KG(ca) mann í slæmum mótvindi í 5 gír .. var vel með umferðinni  ;D svo mikil traffík á milli Hveró og selfoss að ég náði ekkert að skipta almennilega upp í 6 gír. En hún gengur vel !  8)

*Update 30/06 2008*

Og svo erum við búnir í bili (Vantar bara að smella Rauða tankpaddinu á)

Enjoy :)




















« Last Edit: June 30, 2008, 23:43:37 by bandit79 »
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Project Aprilia RS50 04/02 1999
« Reply #1 on: September 09, 2007, 10:32:24 »
Flott hjá þér. Þetta virðist ekki vera svo galið tæki.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Project Aprilia RS50 04/02 1999
« Reply #2 on: September 19, 2007, 22:19:08 »
Komið til landsins  :twisted:  bara eftir að leysa það úr tollinum  :?
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Project Aprilia RS50 04/02 1999
« Reply #3 on: September 19, 2007, 23:14:59 »
á svo að selja það eða ?. annars mjög flott hjól  :P
Gísli Sigurðsson

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Project Aprilia RS50 04/02 1999
« Reply #4 on: September 20, 2007, 00:30:20 »
Það verður selt þegar það er tilbúið .. þarf að hressa soldið upp á útlitið
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Project Aprilia RS50 04/02 1999
« Reply #5 on: September 20, 2007, 18:36:42 »
Kominn með hjólið .. mætti á hjólamíluna ef hún verður  8)
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Project Aprilia RS50 04/02 1999
« Reply #6 on: September 21, 2007, 01:29:44 »
ok, nice ég mæti á rmx 8)
Gísli Sigurðsson

Offline bandit79

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 118
    • View Profile
Re: Project Aprilia RS50 04/02 1999! 99.99% fullklárað!
« Reply #7 on: June 30, 2008, 23:44:00 »
Jæja þá kláraðist þetta!  \:D/
Helgi Svanur Bjarnason
"Scooter tuning is not a crime!"
Tune-kits og varahlutir fyrir vespur og skellinöðrur minibike@simnet.is