eg hef nu alltaf vitað að moli "swings both ways" enn eg vissi ekki að hann væri svona ramm-samkynhneigður
hahaha... segir maðurinn sem missti vatn yfir honum í hádeginu í dag!
En já.... birtist tegundapólitíkin, ég hef blessunarlega verið laus við hana enda ekki með þroska í hausnum á við 5 ára barn! Bílar, eru ALLIR misjaflega góðir í akstri, og þeir bila ALLIR. Tala nú ekki um bíl sem framleiddur var fyrir hátt í 40 árum.
Mustangin hefur bara það sem mér finnst best, það er lúkkið. Skítt með hestöflin í húddinu, þau koma seinna. ´67-´70 Fastback Mustang finnst mér hreinlega bara vera eitt flottasta boddýið sem framleitt var. Ef þetta héti Chevrolet Mustang væri sama upp á teninginn, skiptir engu hvort að græjan heitir Ford, Chevrolet, Chrysler, eða Dodge.
Annars hef ég sjaldan verið eins sáttur með einn bíl, hrikalega heill og góður bíll, jafnast ekkert á við neinn Mustang sem ég hef prófað, lítið sem ekkert ryð á bíl sem var málaður fyrir 18-20 árum síðan, og aðeins ekinn um 6 þúsund mílur frá því hann kom hingað 1992.
Hef áður reynt að kaupa þennan fastback en ekkert gengið fyrr en núna, tímasetningin gat hreinlega ekki verið betri. Seldi Trans Am í gær og brunaði með aurinn beint til þess sem auglýsti þennan Fastback til sölu og kláraði málið. Ég ætlaði mér aldrei að eiga þennan Trans Am, bara klára að taka hann í gegn, koma honum saman, og á götuna og sjá svo til.