Author Topic: '82 Camaro -SELDUR-  (Read 2287 times)

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
'82 Camaro -SELDUR-
« on: August 22, 2007, 02:00:28 »
Jæja, er með til sölu ’82 Chevrolet Camaro. Vélin er 350cid og er með flækjum sem liggja beint í sílsapúst. Blöndungurinn á mótornum er ekki alveg að virka sem skildi, en um er að ræða 650cfm Holley double pumper, og er biluð á honum opnunin fyrir aftari hólfin. Einnig eru í honum rúllulrockeramar. Síðan er hann með400 skiptingu og stóran tíu bolta með 4,10 drifi með læsingu.

Bíllinn er svartur að lit, en lakkið er orðið þreytt...heimasmíðað skóp er á húddinu...sem er allt úr trebba. Einnig er búið að hækka aftanverðan toppinn á honum sem og lengja spoilerinn.

Bíllinn er á númerum og kominn á eftirlaunin, þannig að í rauninni kostar voðalega lítið bara að eiga hann. Bíllinn er þó óskoðaður, og það sem þyrfti til að fá fulla skoðun er að skipta um stýrisliði , en þeir fylgja með, spyrnufóðring aftan og bremsudiskarnir eru orðnir tæpir að framan.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir einhvern að ná sér í skemmtilegt verkefni í skúrinn í vetur, og er ýmislegt sem þyrfti að fara að kíkja á... s.s. rafmagn og fleira svoleiðis...
Mjög góður efniviður, þar sem bíllinn er lítið sem ekkert ryðgaður.

Bíllinn selst eins og hann er...Tilboð óskast

Einnig er til smávægilegt grams sem getur fylgt...fyrir rétta upphæð.

Myndir















Upplýsingar í síma 6947067
Addicamaro@hotmail.com
eða bara ep
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10