eru þeir eru með þráðlaust kerfi hja Securitas
Securitas býður sumarhúsaeigendum fullkomna Sumarhúsavörn sem samanstendur af innbrots- og brunaviðvörunarkerfi. Kerfið byggist á þráðlausum gsm boðflutningi og berast öll boð frá kerfinu til stjórnstöðvar Securitas á Neyðarlínunni 112 sem ætur eiganda vita. Sumarhúsavörnin hentar öllum sumarhúsum hvar sem er á landinu, en eigendur sumarhúsa í 50km fjarlægð frá starfsstöðvum Securitas geta valið um hvort þeir óska eftir því að Securitas fari á vettvang ef boð berast frá kerfinu, eða kjósa að aðgæta eignina sjálfir.
ENGINN STOFNKOSTNAÐUR
Securitas kerfið út og því er enginn upphafskostnaður fyrir sumarhúsaeigandann. Með öryggiskerfinu fylgir GSM kort frá Vodafone. Allur stofnkostnaður, mánaðargjöld og notkun kortsins, önnur en SMS, eru innifalin í mánaðargjaldinu sem þú greiðir fyrir Sumarhúsavörnina.
VIRKNI
Eigendur sumarhúsa geta verið áhyggjulausir yfir vatns-, reyk- og/eða innbrotstjóni með Sumarhúsavörn Securitas. Reykskynjari er stöðugt tengdur Securitas og Neyðarlínunni 112. Þar að auki skynja hreyfinemi og hurðar- / gluggaskynjari Sumarhúsavarnarinnar ef óæskilegur umgangur er um sumarhúsið eða ef gleymst hefur að loka öllum gluggum þegar húsið er skilið eftir autt.
Vörnin sendir boð til stjórnstöðvar Securitas og lætur vita ef:
Reykur er í húsinu
Óviðkomandi umgangur er um sumarhúsið
Vatnsleki kemur upp (vatnsnemi fylgir ekki grunnpakka)
EINFALT Í UPPSETNINGU
Sumarhúsavörnin kemur í handhægum kassa og er tilbúin til uppsetningar. Stofnkostnaður er enginn og góðar leiðbeiningar fylgja með svo sumarhúsaeigendur geti sett vörnina upp á einfaldan og skjótan hátt.
Sumarhúsavörnin kemur í handhægum kassa
Í SUMARHÚSAVÖRNINNI ER:
1 x reykskynjari
1 x segulnemi
1 x hreyfiskynjari
Lyklaborð
Stjórnstöð
Leiðbeiningar
Límmiðar
Auk staðlaðs grunnbúnaðar Sumarhúsavarnar Securitas er hægt, gegn vægu gjaldi, að bæta við:
Vatnsnemum
Fjarstýringu
Fjarstýrðum raftenglum
ÞÆGINDI
Kerfið býður einnig uppá ýmis auka þægindi eins og fjarstýringu hita og lýsingar með sms-skilaboðum.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og fáðu nánari upplýsingar um Sumarhúsavörn Securitas.
en bara kvað þetta kostar ?