Þá var bíll frá mér dreginn í burtu að einkalóð fyrir nokkrum árum og þeir urðu að skila honum aftur á sinn stað, voru komnir út fyrir sitt svið, það þurfti bara að ámynna þá um að þeir voru að gera mistök. Hvað varðar fjölbýli þá er það að ég held húsfélagið sem verður að taka afstöðu um að láta fjarlægja bíl af lóðinni, það er ekki einstaklings framtak enda eru bílastæðin fyrir ábúendur hússins og verður að hafa samráð um að fjarlægja þá. Heilbrigðisyfirvöld geta gert athugasemd út af bílum og verða þá að útskýra af hverju þeir telji veru bílsins stangast á við reglur sem gilda. Hringdu í þá og kannaðu hvað veldur, húsráðandi/húsfélag verður að biðja um þetta á einkalóð.